Landsliðshetjan í áfalli: Ég skelf öll Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 09:30 Katrine Lunde er frábær markvörður og var síðast í stór hlutverki þegar Norðmenn unnu Ólympíugull í París í ágúst. Getty/Buda Mendes Katrine Lunde er enn einn besti handboltamarkvörður heims þótt að hún haldi upp á 45 ára afmælið í mars. Það breytir ekki því að hún gæti verið án félags á föstudaginn. Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024 Norski handboltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Þessi sigursæli leikmaður spilar með Vipers í heimalandinu en þrátt fyrir mikla sigurgöngu undanfarinn áratug þá hefur reksturinn gengið skelfilega síðustu misseri. Fjárhagsvandræði Vipers Kristiansand hafa verið mikil og halda áfram. Björgunaraðferðir síðustu mánaða hafa greinilega ekki gengið nógu vel því nú er enn á ný komið að lokafresti þar sem gjaldþrot vofir yfir. Leikmenn liðsins, þar á meðal Lunde, voru kallaðir á fund þar sem kom fram að félagið þurfi að safna 25 milljónum norskra króna fyrir föstudaginn. Það gera 316 milljónir íslenskra króna. Takist það ekki fer félagið á hausinn. Frétt NRK um málið og viðbrögð Katrine Lunde.NRK „Ég skelf öll. Þetta er alls ekki gaman og hefur mikil áhrif á okkur. Þetta er lífið mitt,“ sagði Katrine Lunde við TV 2 í Noregi. Liðsfélagi hennar Silje Waade var með tárin í augunum eftir fundinn. „Mér líður eins og ég hafi stokkið fram af brúninni og nú er ég bara að bíða eftir því að komast að því hvernig dýnan er. Þetta er lífið okkar. Ég veit ekki hvort ég fái að mæta í vinnuna á mánudaginn,“ sagði Waade. Umræða um mögulegt gjaldþrot Vipers var líka í febrúar og ágúst en í bæði þau skiptin tókst að bjarga málunum. Það hafa hins vegar verið sannkallaðar skammtímalausnir. Waade hefur verið hjá félaginu frá 2018 og hefur orðið sex sinnum meistari. „Við vitum vel af því að félagið glímir við fjárhagsvandræði en það kom samt mikið á óvart hvað upphæðin er há og hvað fyrirvarinn er stuttur,“ sagði Waade. Leikmenn Vipers spila leik áður en kemur að lokafrestinum og sá er í Meistaradeildinni í kvöld á móti Budocnost. Kyvåg tror Vipers er historie: – Synd og trist https://t.co/Z9dQ82lDy6— Nettavisen Sport (@NettavisenSport) October 15, 2024
Norski handboltinn Mest lesið „Getum gengið stoltar frá borði“ Handbolti Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Handbolti Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Hinn reynslumikli Stafford eftirsóttur Sport Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Handbolti „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ Handbolti Bologna kom til baka gegn AC Milan Fótbolti „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Handbolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira