„Hefur engan tilgang“ að setja nýtt fólk í starfsstjórn Heimir Már Pétursson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 15. október 2024 17:42 Sigurður Ingi segir mikilvægt að ljúka við ýmis verkefni fram að kosningum. Vísir/Einar Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins hyggst sitja áfram í starfsstjórn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra fram að kosningum. Eðlilegast sé að Framsókn og Sjálfstæðisflokkur skipti með sér verkum ráðherra Vinstri grænna. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“ Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna tilkynnti að ráðherrar flokksins hygðust ekki sitja í starfstjórn skömmu eftir að Halla Tómasdóttir forseti Íslands rauf þing síðdegis. Þingflokkur Framsóknar fundaði í gær og var niðurstaða hans að skynsamlegast væri, nú þegar boðað hefur verið til kosninga með örskömmum fyrirvara að fylgja verði eftir þeim verkefnum sem eru á borðinu. Sigurður sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að honum þætti eðlilegast að ef Vinstri græn yrðu ekki með í starfsstjórninni skiptu hinir tveir stjórnarflokkarnir, Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn, með sér verkum. „Það hefur engan tilgang að setja nýtt fólk í það. Þetta er fyrst og fremst starfsstjórn sem er að starfa fram að kosningum,“ sagði Sigurður Ingi. Svandís viðraði það í gær að hún væri tilbúin til að sitja í minnihlutastjórn undir forystu Sigurðar Inga fram að kosningum. Freistaði það þín að fara í slíkt samstarf? „Nei, ekki persónulega. En það sem okkur fannst í Framsókn og finnst að þegar við erum komin í þessar aðstæður, þá þurfum við að horfa á þessi verkefni sem við teljum að sé mikilvægt að sé lokið. Auðvitað vita allir að það þarf að ljúka fjárlögum og það er mikilvægt í þessu efnahagsumhverfi sem við erum í,“ sagði Sigurður. Þá séu fleiri mál sem væri gott að klára, til að mynda ýmis samgöngumál. „Við þurfum að skoða hvort það sé hægt. Hún er auðvitað ekki komin fram, það væri auðvitað möguleiki að mæla fyrir henni en það má líka skoða hvort það sé hægt að gera það í gegnum fjárlögin á einvhern hátt. ég held það myndi hjálpa til við pólitíska umræðu að samgönguáætlun komi fram.“
Alþingiskosningar 2024 Framsóknarflokkurinn Alþingi Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira