„Þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað úr leiknum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. október 2024 21:16 Andri Lucas skoraði annað mark Íslands í kvöld. Vísir/Hulda Margrét „Þetta er ógeðslega svekkjandi. Við unnum svo ótrúlega hart að okkur og mér fannst við ekki eiga skilið að tapa 4-2 í dag,“ sagði Andri Lucas Guðjohnsen eftir tap Íslands gegn Tyrkjum í Þjóðadeildinni í kvöld. Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum. Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Andri skoraði annað mark Íslands í leiknum og jafnaði þá metin í 2-2. Markið skoraði hann þegar um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Tyrkir skoruðu tvö mörk á lokamínútunum og tryggðu sér stigin þrjú. „Við spiluðum fínan leik og voum þéttir. Við vissum að við myndum fá okkar séns og að þeir myndu fá þeirra sénsa. En svona mistök eru dýrkeypt,“ bætti Andri við, en þriðja mark Tyrkja kom eftir vægast sagt klaufaleg mistök Hákons Rafns Valdimarssonar í íslenska markinu. „Þetta var svolítið fram og til baka. Bæði lið með leikmenn sem voru bara orðnir þreyttir. Við vorum svolítið lengi í hápressu í fyrri hálfleik, sem mér fannst við gera mjög vel, en við verðum kannski aðeins þreyttir í seinni og náum ekki að klára þessi hlaup. Leikurinn fer svolítið fram og til baka, en þetta er bara mjög svekkjandi.“ Hann segir margt jákvætt sem íslenska liðið getur tekið mér sér úr þessum landsleikjaglugga, en að hann hafi þó verið heldur kaflaskiptur. „Já, nákvæmlega. Mér fannst við mjög hættulegir og fengum fullt af skyndisóknum. Ég held að ég hafi náð að tengja mjög vel við Orra [Stein Óskarsson] og kantmennirnir okkar voru mjög duglegir að taka hlaupin á bakvið bakverðina þeirra. Við vorum að ógna mjög mikið og komast í mjög góðar stöður.“ „Oftast þegar maður skorar tvö mörk vill maður fá eitthvað út úr leiknum, en því miður náðum við því ekki í dag.“ Að lokum segir Andri þó að íslenska liðið ætli sér að loka Þjóðadeildinni með stæl, með tveimur útileikjum í nóvember. „Já, ´hundrað prósent. Við förum bara í þessa leiki og tökum það jákvæða með okkur úr þessum leikjum. Svo er það bara fulla ferð í þessa tvo útileiki,“ sagði Andri að lokum.
Þjóðadeild karla í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47 „Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00 Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48 Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport Fleiri fréttir Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Merino og Arsenal-vörnin mikilvæg sem fyrr Benoný Breki opnaði markareikninginn sinn Mbappé-sýningin heldur áfram hjá Real Madrid Viktor Bjarki heldur áfram að slá í gegn Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Mikael og félögum kastað öfugum út úr bikarnum EM 2029 haldið í Þýskalandi Murielle elti Óskar í Garðabæinn Skotspónn eftir skelfilegt víti: „Verða að byggja stærri leikvang“ „Ég missti hárið“ Sjáðu mark Andra í leik sem gerði þjálfara hans æfan Öll hundrað mörk Haalands á hundrað sekúndum Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 2-4 | Grasið kvatt með gjöf til Tyrkja Íslenska karlalandsliðið í fótbolta kvaddi, vonandi, grasið á Laugardalsvelli í kvöld með 4-2 tapi gegn Tyrkjum sem þar með sóttu í fyrsta sinn í sögunni þrjú stig til Íslands. 14. október 2024 17:47
„Eins og ég hef verið að segja í langan tíma þá erum við á réttri leið“ Fyrirliðinn Jóhann Berg Guðmundsson var eðlilega ekki sáttur eftir tveggja marka tap Íslands gegn Tyrklandi í Þjóðadeild karla í fótbolta. 14. október 2024 21:00
Einkunnir Íslands: Orri bar af í tapi gegn Tyrkjum Ísland tapaði 2-4 gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í kvöld. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir snemma og var valinn maður leiksins. 14. október 2024 20:48
Samfélagsmiðlarnir: „Skrípaleikur í lægsta gæðaflokki“ Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mátti þola 4-2 tap er liðið tók á móti Tyrkjum í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli í kvöld. 14. október 2024 20:58