Sjáðu allt það helsta frá súru tapi á Laugardalsvelli Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. október 2024 19:51 Daníel Leó Grétarsson og markvörður Tyrklands. Vísir/Hulda Margrét Ísland mátti þola tap gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í Þjóðadeild karla eftir að komast 1-0 yfir snemma leiks. Lokatölur 2-4 en tapið heldur betur súrt eftir vítaspyrnufíaskó á báðum endum vallarins. Mörkin má sjá hér að neðan. Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Orri Steinn Óskarsson kom Íslandi yfir með frábæru marki strax í upphafi leiks. Mikael Andersson átti sendingu á Orra Stein sem var við miðlínu, hann hélt varnarmanni gestanna á bakvið sig og óð að marki. Endaði það með því að hann lúðraði boltanum upp í þaknetið af stuttu færi og kom Íslandi 1-0 yfir. Klippa: Orri skorar fyrir Ísland Orri Steinn var nálægt því að tvöfalda forystu Íslands í fyrri hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið að þessu sinni. Klippa: Orri í hörkufæri Vinstri bakvörðurinn Logi Tómasson átti svo þrumuskot og var nálægt því að skora annan leikinn í röð. Allt kom fyrir ekki en íslenska liðið gríðarlega nálægt því að komast 2-0 yfir áður en fyrri hálfleik lauk. Klippa: Logi með þrumuskot Í síðari hálfleik fengu gestirnir vítaspyrnu en þó boltinn hafi endaði í netinu þá stóð markið ekki þar sem Hakan Çalhanoğlu rann er hann sparkaði boltanum með hægri fæti í þann vinstri og þaðan í netið. Klippa: Laugardalsvöllur bjargar Íslandi Ekki löngu síðar jöfnuðu gestirnir hins vegar metin, İrfan Kahveci með gott skot af löngu færi sem endaði í netinu. Klippa: Tyrkir jafna í Laugardal Það voru ekki liðnar margar mínútur þegar gestirnir komust yfir eftir að hafa fengið aðra vítaspyrnu sína í leiknum. Nú brást Hakan Çalhanoğlu ekki bogalistin. Klippa: 1-2 fyrir Tyrkland Ísland vildi fá vítaspyrnu - og líklega rautt á leikmann Tyrklands - en að þessu sinni ákvað dómarateymið að dæma ekki neitt. Klippa: Ísland fær ekki víti Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði metin með góðum skalla þegar skammt var til leiksloka. Valgeir Lunddal Friðriksson með fyrirgjöfina sem Andri Lucas stangaði í netið. Klippa: Andri Lucas jafnar Á 88. mínútu gerðist Hákon Rafn Valdimarsson sekur um skelfileg mistök í marki Íslands þegar Muhammed Kerem Aktürkoğlu vann af honum boltann og Arda Güler renndi boltanum í autt markið. Klippa: 2-3 fyrir Tyrkland Kerem Aktürkoğlu bætti fjórða markinu við með frábæru skoti fyrir utan teig. Lokatölur á Laugardalsvelli 2-4 og Tyrkir fara heim með þrjú stig. Klippa: Fjórða mark Tyrklands
Fótbolti Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dahlmeier látin en ómögulegt að ná líki hennar af fjallinu Sport Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Ólympíumeistari stórslösuð eftir grjóthrun Sport Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Körfubolti UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Fótbolti Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Enski boltinn Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira