„Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. október 2024 10:31 Jóhann Berg Guðmundsson reynir skot í leiknum á móti Wales á föstudagskvöldið. Vísir/Anton Brink Jóhann Berg Guðmundsson er í hefndarhug fyrir heimaleikinn á móti Tyrkjum eftir að það fór ekki nógu vel úti í Tyrklandi á dögunum. Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Tyrklandi á Laugardalsvellinum í kvöld í síðasta heimaleik sínum í þessari Þjóðadeild. Síðustu tveir leikirnir verða á útivelli í næsta mánuði. Jóhann Berg Guðmundsson, fyrirliði íslenska liðsins, ræddi leikinn við Ágúst Orra Arnarson. „Þetta leggst bara mjög vel í mig. Við eigum harma að hefna eftir síðasta leik á móti þeim á útivelli. Við töpuðum þar,“ sagði Jóhann Berg. Tyrkir vann 3-1 úti í Tyrklandi í síðasta mánuði. Hafa átt í erfiðleikum „Tyrkirnir hafa átt í erfiðleikum þegar þeir mæta hingað á Laugardalsvöllinn og vonandi getum við haldið því áfram,“ sagði Jóhann. Íslenska liðið þarf ekki að hafa miklar áhyggjur ef liðið spilar eins og í seinni hálfleiknum á móti Wales á föstudaginn. „Þú vilt alltaf spila þinn besta fótbolta eins og við gerðum í seinni hálfleik á móti Wales. Vonandi getum við tekið það inn í þennan leik og þá erum við í ansi góðum málum,“ sagði Jóhann. Jóhann haltraði af velli í Wales leiknum en er í lagi með hann? Töluvert betri en ég hélt „Já, já. Ég er töluvert betri en ég hélt. Vonandi verður bara allt í standi á morgun [í kvöld],“ sagði Jóhann. Jóhann verður með nýjan mann við hlið sér á miðjunni því Stefán Teitur Þórðarson verður í banni. „Það kemur bara maður í manns stað eins og það hefur alltaf gert í þessu liði. Þetta er hópur og við þurfum alltaf á þessum hóp að halda. Það eru alltaf menn að fara í leikbann eða meiðast. Það eru allir klárir og hver sem spilar þarna á eftir að eiga frábæran leik,“ sagði Jóhann eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Viðtal við Jóhann Berg fyrir Tyrkjaleikinn
Landslið karla í fótbolta Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Missir af Ólympíuleikunum á heimavelli eftir slys á æfingu Sport Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Körfubolti Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Körfubolti „Slakasti leikur okkar síðan ég tók við liðinu“ Sport Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Fótbolti „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Handbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Körfubolti Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Handbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Sjá meira