Urðað yfir norska liðið: „Þetta var sjokkerandi lélegt“ Sindri Sverrisson skrifar 13. október 2024 23:02 Erling Haaland og félagar í norska landsliðinu virðast alls ekki vera að nálgast sitt fyrsta stórmót á ferlinum. Getty/Christian Bruna Sérfræðingar og sömuleiðis leikmenn norska landsliðsins spöruðu ekki stóru orðin varðandi frammistöðuna gegn Austurríki í kvöld, í 5-1 tapi Noregs í Þjóðadeildinni í fótbolta. Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1. Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa á að skipa stórstjörnum í fótbolta á borð við Erling Haaland og Martin Ödegaard, sem reyndar er núna meiddur, þá hafa Norðmenn ítrekað valdið vonbrigðum síðustu ár og raunar ekki komist á stórmót síðan árið 2000. Þá leika þeir í B-deild Þjóðadeildarinnar, eða sömu deild og Íslendingar, og eru eftir tapið í kvöld í harðri baráttu í sínum riðli þar, og gætu bæði fallið og farið upp um deild. „Einn versti landsleikur í ár og daga. Austurríki er að taka Noreg í bakaríið,“ sagði Jesper Mathisen, sérfræðingur TV 2, eftir að Austurríki komst í 5-1 á 70. mínútu. „Algjört hrun hjá Noregi. Þetta er pínlegt,“ sagði Kristoffer Lökberg, sérfræðingur NRK. „Þetta kallar á falleinkunn á alla mögulega kanta. Þessi seinni hálfleikur er hörmung. Ég velti því fyrir mér hvað Ståle Solbakken og leikmann hans séu að hugsa þarna núna,“ sagði Mathisen. Lökberg gaf mörgum tvist og þrist í einkunn fyrir frammistöðu sína í kvöld, en hæstu einkunnina fengu framherjinn Alexander Sörloth, sem skoraði mark Noregs, og markvörðurinn Örjan Håskjold Nyland, sem fengu sex í einkunn. Erling Haaland, Sander Berge og Kristoffer Ajer fengu fimm. Berge, sem er leikmaður Fulham, var hreinskilinn varðandi frammistöðu norska liðsins. „Þetta var pínlegt og til skammar í seinni hálfleik. Við misstum alla stjórn. Það er skelfilegt hvernig við féllum saman,“ sagði Berge í viðtali við TV 2 eftir leik. „Þetta var sjokkerandi lélegt,“ bætti hann við. Carl-Erik Torp, sérfræðingur NRK, segir norska liðið hafa fallið aftur í sama gamla farið, eftir sigurinn gegn Slóveníu á fimmtudaginn. „Það hefði gert mann brjálaðan ef þeir reyndu að útskýra þetta með einhverjum hætti. Það er ekki hægt að útskýra þetta,“ sagði Torp um ummæli Berge. Þjálfarinn Ståle Solbakken tók á sig sökina: „Ef það er einhver sem á að taka þetta tap á sig þá er það ég,“ sagði Solbakken sem var hundóánægður með dómgæsluna í leiknum og kvartaði undan vítinu sem Austurríki fékk í upphafi seinni hálfleiks, og því að ekki skyldi dæmd aukaspyrna á Austurríki í aðdraganda þess að liðið komst í 3-1.
Þjóðadeild karla í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Körfubolti Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Formúla 1 Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Sædís og Arna fengu silfrið en Diljá meiddist Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Rekinn aðeins sex mánuðum eftir að hann yfirgaf Liverpool Mamma og pabbi í stúkunni þegar Emelía skoraði þrennuna í bikarnum Sjá meira