Rollubingó og hrútasýning á Flúðum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 13. október 2024 21:04 Dómararnir að störfum á hrútasýningunni, sem fór fram í reiðhöllinni á Flúðum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Allir glæsilegustu hrútar í Hrunamannahreppi komu fram á hrútasýningu á Flúðum þar sem þeir voru þuklaðir í bak og fyrir til að finna út hver væri með bestu lærin, bakið og bringuna. Þá vakti rollubingó sýningarinnar mikla kátínu gesta. Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Hrútasýningin fór fram í gær í reiðhöllinni á Flúðum á vegum Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Mikil stemming var á sýningunni enda margt fólk og mikið af fallegu fé en um 3.200 vetrarfóðraðar kindur eru í Hrunamannahreppi. Presturinn í Hruna er einn af aðal mönnunum í sveitinni þegar íslenska sauðkindin er annars vegar. „Heyrðu, við erum hérna með sérlega sérfræðinga, sem þukla hrúta í hinum ýmsu flokkum. Það eru mislitir og hvítir lambhrútar og veturgamlir,” segir séra Óskar Hafsteinn Óskarsson og ritari í stjórn Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna. Óskar Hafsteinn Óskarsson, ritari Sauðfjárræktarfélags Hrunamanna og prestur sveitarinnar, sem var allt í öllu á sýningunni í gær varðandi skipulagninguna.Magnús Hlynur Hreiðarsson Svo var það rollubingóið, sem sló algjörlega í gegn en hvernig fer það fram? „Þá setjum við kind inn á bingóspjald. Hún vafrar þar um og allir bíða í ofvæni eftir að hún geri stykkin sín og í þann reit, sem hún gerir stykkin sín, sá fær bingó,” segir Óskar Hafsteinn. Rollubingóið er alltaf vinsælt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og dómararnir höfðu meira en nóg að gera við dómarastörfin sín en þá er verið að leita af ákveðnum atriðum. „Það er bara bakið og lærin og bringan, þetta er allt massað af vöðvum,” segir Jökull Helgason, annar af dómurum dagsins. Dómararnir að störfum Sýningin tókst einstaklega vel enda var mikil ánægja með hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sérstök dómnefnd valdi fallegustu gimbur á hrútasýningunni en það var flekkótt gimbur frá Ásatúni. Hún fékk strax nafnið Fegurðardrottning. Og það er vaninn á hrútasýningum í Hrunamannahreppi að útnefnda íhaldsmann ársins en í ár er það Björgvin Ólafsson í Hrepphólum, mikill íhaldsmaður. „Þetta er mikill heiður, ég fæ að velja á næsta ári næsta íhaldsmann,” segir Pétur hlæjandi. Björgvin Ólafsson í Hrepphólum með viðurkenningarskjalið sitt um að hann sé íhaldsmaður númer eitt í Hrunamannahreppi næsta árið.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hrunamannahreppur Sauðfé Landbúnaður Sýningar á Íslandi Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira