Leggur fram tillögu um þingrof og kosningar í nóvember Vésteinn Örn Pétursson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 13. október 2024 15:40 Bjarni á blaðamannafundinum í Stjórnarráðinu í dag. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst formenn Framsóknar og Vinstri grænna um að hann muni leggja fyrir forseta Íslands tillögu um þingrof og alþingiskosningar í nóvember. Bjarni mun funda með forseta Íslands klukkan níu í fyrramálið. Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta kom fram á blaðamannafundi sem Bjarni boðaði til með skömmum fyrirvara í Stjórnarráðinu nú síðdegis. Bjarni segir að þegar hann líti yfir sviðið og horfi til ýmissa mála sjái hann ekki niðurstöðu sem teldist ásættanleg þvert á stjórnarflokkana. „Ég kemst þess vegna að þessari niðurstöðu,“ segir Bjarni. Hann sagði vaxandi ágreinings hafa gætt innan samstarfsins í haust, og nefnir þar útlendingamál og í orkumálum. „Hælisleitendamálin, að tryggja landamæri og auka skilvirkni, er dæmi um mál sem var minna rætt um í síðustu kosningum en þarf að ræða núna.“ Bjarni segist hafa tekið ákvörðunina eftir vandlega ígrundun, og segir um að ræða stórmál. Hann vildi þó ekki greina frá því hvenær hann hefði byrjað að leiða hugann að stjórnarslitum. Leiðir flokkinn inn í kosningar Bjarni var spurður hvort hann myndi leiða flokkinn inn í næstu kosningar, en að undanförnu hafa verið uppi miklar vangaveltur um framtíð hans í formannsstóli, og hann sjálfur ekki gefið neitt upp, fram að þessu. „Ég er formaður flokksins með sterkt umboð, og axla þá ábyrgð að vera formaður Sjálfstæðisflokksins með því að fara inn í kosningar til þess að sigra þær, eins og ég hef gert síðustu fjögur skipti,“ sagði Bjarni. Ekki korn sem fyllti mælinn Bjarni var spurður hvað hefði verið kornið sem fyllti mælinn, en hann segist ekki vilja nálgast málin með þeim hætti. „Það var fyrirséð að það myndi vaxa spenna í stjórnarsamstarfinu þegar nálgaðist kosningar. Flokkarnir hafa, í þessu stjórnarsamstarfi, eins og allir sjá, ekki verið að ná sér nægilega vel á strik. Ég tel í tilfelli Sjálfstæðisflokksins að margir þeirra sem hafa lýst stuðningi við flokkinn minn, séu að lýsa óánægju með stjórnarsamstarfið þegar þeir gefa sig ekki lengur upp á Sjálfstæðisflokksins,“ sagði Bjarni. Hann sagði bersýnilegt að mikill ágreiningur væri um ákveðin grundvallarmál. Það hafi birst í málum allt frá utanríkisstefnu yfir hælisleitendamál og orkumál. „Vonandi þarf ég ekki að eyða löngum tíma í að útskýra, til dæmis eftir landsfund Vinstri grænna, hversu ólíka framtíðarsýn sá flokkur hefur, borið saman við það sem ég vil standa fyrir.“ Spurður um ríkisstjórnarsamstarfið hvað snýr að Framsókn segir Bjarni að Framsóknarflokkurinn hafi lagt mikið af mörkum og gegnt lykilhlutverki í ríkisstjórninni. „Það hefur ekki verið mikill ágreiningur við Framsóknarflokkinn um þessi stóru mál,“ sagði Bjarni. Þá vill hann ekki meina að boðað sé til kosninga of seint í ljósi þess hve lengi hafi verið ágreiningur á milli stjórnarflokkanna, einkum milli Vinstri grænna og Sjálfstæðisflokks. Fylgjast má með fundinum í fréttinni að neðan: Fréttin verður uppfærð.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira