Nýtt björgunarskip Landsbjargar formlega afhent Ólafur Björn Sverrisson skrifar 12. október 2024 14:00 Frá afhendingu Bjargar. landsbjörg Fjórða björgunarskip sem Slysavarnafélagið Landsbjörg lætur smíða í Finnlandi var í gær afhent formlega. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“ Björgunarsveitir Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Frá þessu er greint í fréttatilkynningu frá Landsbjörg. Forstjóri Kewatec, finnsku skipasmíðastöðvarinnar, hafi afhent Borghildi Fjólu Kristjánsdóttur formanni félagsins björgunarskipið Björg formlega. Við sama tilefni hafi Jón Gunnarson, formaður ráðgjafarhóps um endurnýjun björgunarskipa, tilkynnt að fjármögnun lægi fyrir sem tryggði að raðsmíðaverkefni félagsins heldur áfram. Í dag hafi svo verið skrifað undir samning um smíði fimmta skipsins, sem verði staðsett á Höfn í Hornafirði. „Það voru útgerðarmaðurinn Guðmundur Kristjánsson sem lagði verkefninu til 50 milljónir og Hvalur hf með aðrar 50 milljónir, sem tryggðu um tíma, áframhald verkefnisins. Guðmundur og Kristján Loftsson voru báðir viðstaddir athöfnina ásamt Hermanni Björnssyni forstjóra Sjóva, sem hafði þegar styrkt félagið um 142 milljónir, og fulltrúum frá útgerðarfyrirtækinu Skinney Þinganes á Höfn, sem hefur stutt afar vel við starf Björgunarfélags Hornafjarðar í gegnum tíðina, og lagt fram rausnarlegt framlag til styrktar endurnýjunar björgunarskipsins Ingibjargar,“ segir í tilkynningu Styrktaraðilar.landsbjörg Auk þessara fyrirtækja hafi Ísfélagið í Vestmannaeyjum og Rammi hf á Siglufirði, stutt við endurnýjun skipa í þeirra heimabyggð. „Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í ávarpi sínu málið hafi verið rætt í ríkisstjórn í morgun og ríkur vilji væri til að þetta verkefni gengi snurðulaust áfram og fullvissaði viðstadda að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ríkið stæði ekki við sinn hlut. Áður hefur komið fram að sökum verðlagsþróunar hefur verð skipanna hækkað. Bjarni hélt ávarp.landsbjörg Bjarni sagði ýmsar áskoranir væru til staðar, en leyst yrði úr þeim og að verkefnið nyti almenns stuðnings á Alþingi og hlaut mikið lófatak ráðstefnugesta fyrir.“ Enn sé þó nokkuð í land að verkefnið sé full fjármagnað og þar með smíði sjötta skipsins, en samtal sé í gangi við meðal annars útgerðina á vettvangi SFS og fleiri stærri fyrirtækja í landinu um myndarlega aðkomu þeirra að fjármögnun þeirra skipa sem út af standa. „Björgunarskipið Björg mun verða gestum Björgunar til sýnis fram á sunnudag, en halda þá til heimahafnar á Rifi, þar sem heimamenn hafa blásið til hátíðar af því tilefni. Áætlað er að ný Björg muni renna inn í höfn á Rifi klukkan 18:00 á sunnudagskvöld.“
Björgunarsveitir Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira