Safnast í kvikuhólfið en ómögulegt að segja hvenær gýs Tómas Arnar Þorláksson skrifar 11. október 2024 23:51 Frá skyndilegum þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Vísir/Vilhelm „Ég les nú í þetta að ef við notum líkingu frá jarðeldunum á Reykjanesi að þá er augljóst, og það má öllum vera augljóst, að það er að safnast meira og meira fyrir í kvikuhólfið en hins vegar hvenær gýs, er ómögulegt að segja. Það er hratt landris sem mun enda með gosi.“ Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira
Þetta sagði Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, í samtali við fréttastofu í kvöld um stöðu ríkisstjórnarinnar í ljósi skyndilegs þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem fór fram í dag. Á fundinum var lagt mat á stöðu stjórnarsamstarfið og stöðu Sjálfstæðisflokksins en formenn ríkisstjórnarflokkanna hafa sagt stöðu ríkisstjórnarinnar strembna. Engin niðurstaða var á fundinum og engin ákvörðun tekin en Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ítrekaði að fundi loknum að ekki hafi verið lögð fram nein tillaga um stjórnarslit. Senda skýr skilaboð til VG „Þessi atburðarás, að vera með svona fund skyndilega, er frekar óvenjuleg. Það er hins vegar of snemmt að afskrifa ríkisstjórnina. Það sem Bjarni er í raun að gera með þessum fundi er í fyrsta lagi að þá vill hann að það séu opinskáar umræður í þingflokknum. Það er vitað að nokkrir þingmenn vilja slíta strax ef að Bjarni vill ekki slíta strax þá er mikilvægt fyrir hann að koma því með skýrum hætti til skila og mér heyrðist nú á fréttinni hérna áðan að það er Bjarni einn sem ræður framhaldinu,“ sagði Ólafur. Hann tók jafnframt fram að það væri augljóst að með þessu væri Sjálfstæðisflokkurinn að senda skýr skilaboð til Vinstri Grænna. „Hávaðinn hefur verið meiri hjá Vinstri grænum og síðan hjá hinni svokölluðu órólegu deild í Sjálfstæðisflokknum. Bjarni er að setja niður fótinn og segja við munum ekki gera hvað sem er. Það er á margan hátt önugt að kjósa núna í nóvember. Ég held að það sé mikil freisting fyrir alla stjórnarflokkanna að ef þeir geta haldið haus að kjósa ekki fyrr en eftir áramótin, en það getur samt allt gerst.“ Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði.Vísir/Vilhelm Ekki viss að Bjarni vilji bæta óheppilegt met Ólafur telur ómögulegt að segja hvernig framhaldið verður. Hann undirstrikar að Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei haft frumkvæði að því að slíta ríkisstjórn. „Ég er ekki viss um að Bjarni vilji gera þetta í fyrsta skipti af hálfu flokksins. Ég er heldur ekki viss um að Bjarni vilji bæta það met sem hann á sjálfur í skammlífustu ríkisstjórn Íslandssögunnar árið 2017. Það er ýmislegt sem mælir með því að menn reyni að hafa sig í gegnum þetta.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Sjá meira