Stefnir í stríð á milli tveggja af stærstu handboltafélögum heims Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2024 07:02 Emil Nielsen er eftirsóttur enda frábær markvörður. Hann er sagður vera á förum frá Barcelona. Getty/Buda Mendes Danski landsliðsmarkvörðurinn Emil Nielsen er á leiðinni frá Barcelona til ungverska félagsins Veszprém en Spánverjar eru allt annað en sáttir með vinnubrögð Ungverjanna þegar kemur að miklum áhuga þeirra á leikmönnum Börsunga. Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip. Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Spænski fjölmiðlar sögðu frá mögulegum félagsskiptum þessa frábæra markvarðar í vikunni en samningur Nielsen við Barclona rennur þó ekki út fyrr en sumarið 2026. Það er þó eltingarleikur Ungverjanna við fleiri leikmenn Barcelona sem hefur farið mun verr í þá spænsku enda lítur út fyrir að þeir ætli hreinlega að sækja hálft liðið hjá Katalóníubúum. Enric Masip er fyrrum leikmaður Barcelona og spænska landsliðsins og starfar nú sem ráðgjafi Joan Laporta, forseta félagsins. Hann er mjög reiður út í spænska þjálfarann Xavi Pascual, sem þjálfar Veszprém. #TuDiràs | 👋 Saludem Enric Masip, assessor de Joan Laporta i excapità del @FCBhandbol🤾♂️ Li preguntem per la decisió d'Emil Nielsen d'abandonar el club el juny de 2026▶️ https://t.co/mgiw08BjgZ pic.twitter.com/dgRNiFgfxU— Esports RAC1 (@EsportsRAC1) October 9, 2024 „Það er ekki eins og ég telji að þeir séu að gera eitthvað rangt með því að reyna að sannfæra Emil Nielsen um að koma til sín. Þannig er bara þessi heimur,“ sagði hinn 55 ára gamli Masip við spænska fjölmiðilinn 3cat. TV2 í Danmörku segir frá. „Það sem er mun verra er það að á heimsmeistaramóti félagsliða þá reyndi hann [Pascual] líka að fá þá Aleix, Frade og Mem. Fyrir mótið hringdi hann í þá og reyndi að sannfæra þá um að koma líka til sín,“ sagði Masip. Frakkinn Dika Mem er einn af bestu handboltamönnum heims í dag og þessir þrír eru stærstu stjörnur spænska liðsins í dag. Luís Frade er öflugur portúgalskir línumaður og Aleix Gómez er spænskur hornamaður. Xavi Pascual þekkir vel til hjá Barcelona en hann þjálfaði félagið frá 2009 til 2021. Börsungar segja að hann ætli sér með þessu ekki aðeins að styrkja sitt lið heldur einnig að ganga frá Barcelona liðinu í leiðinni. „Þegar þú gerir allt þetta þá er það bara vegna þess að þú vilt leysa upp okkar lið. Það fer virkilega í mig,“ sagði Masip. Masip tók bæði þátt í því að ráða Pascual árið 2009 sem og í því að reka hann fyrir þremur árum. „Veszprém er sögulegt félag en það er fáránlegt þegar þú ert kominn á þann stað að þú ert farinn að hringja í alla leikmennina okkar. Það er undir þeim komið að skrifa undir samninga en það lítur út fyrir að þeir hafi ekki aðeins áhuga á einum leikmanni okkar heldur vilji þeir taka alla mikilvægu leikmennina frá okkur,“ sagði Masip.
Spænski handboltinn Ungverski handboltinn Mest lesið Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Liverpool borgar Jota fjölskyldunni það sem hann átti eftir af samningnum Sport Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Glódís með á æfingu Sport Þurfti að forgangsraða í lífinu og landsliðið fékk að víkja Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira