„Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. október 2024 17:12 Álagið er mikið á bestu fótboltamenn heims en þessi var frekar þreytulegur í leik Belenenses SAD og Nacional Da Madeira. Getty/João Rico Forseti franska stórliðsins Paris Saint-Germain hefur komið til varnar nýrri heimsmeistarakeppni félagsliða í knattspyrnu sem fer fram næsta sumar. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi. FIFA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira
Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur stækkað keppnina upp í 32 liða mót og hún er orðin jafnstór og gamla heimsmeistarakeppni landsliða. Þetta er enn eitt dæmið um að það sé verið að auka álagið á bestu leikmönnum heims og margir hafa gagnrýnt tilkomu þessarar keppni. Nasser Al-Khelaïfi, forseti PSG, er aftur á móti ekki í þeim hópi. Mótið mun taka fjórar vikur og það þýðir að tímabilið hjá félögum eins og Manchester City og Real Madrid mun því taka ellefu mánuði. Al Khelaïfi heldur því fram að félög séu spennt fyrir þessari nýju keppni. „Ef leikmenn eða félög eru að kvarta yfir þessu þá er lausnin skýr. Ekki vera með ef þið eruð á móti þessu,“ sagði Al-Khelaïfi. ESPN segir frá. „Áður fyrr voru þau að kvarta yfir því að aðeins tvö félög fengu að vera með eða af því að það voru bara tvö félög frá hverju landi. Nú eru það leikmennirnir sem kvarta,“ sagði Al-Khelaïfi á blaðamannafundi samtaka evrópska knattspyrnufélaga, ECA, sem fer fram þessa dagana í Aþenu í Grikklandi. „Auðvitað þurfum við að virða og verja okkar leikmenn. Félögin eru þó ekki aðeins í þessu til að græða peninga. Við erum að reyna að ná til baka einhverju því sem fer í kostnað. Laun leikmanna hækka og hækka en keppnirnar eru óbreyttar og innkoman sú sama,“ sagði Al-Khelaïfi. „Keppnisdagatalið er alltaf til umræðu og hefur alltaf verið það. Ég tel að allir þurfi að koma saman og fara yfir þessi mál. Komast að því hvað sé best fyrir alla. Öll félögin vilja samt taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða,“ sagði Al-Khelaïfi.
FIFA Mest lesið Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Brutu hefð á Wimbledon mótinu vegna Diogo Jota Sport Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Dagskráin: Besta deildin, formúla 1 á Silverstone, pílukast og golf Sport Fleiri fréttir Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Sjá meira