„Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra“ Árni Sæberg skrifar 12. október 2024 13:57 Guðmundi Inga finnst eðlilegt að hann hafi hringt í ríkislögreglustjóra. Það finnst Bjarna ekki. Vísir/Vilhelm Félags- og vinnumarkaðsráðherra segist aðeins hafa hringt í ríkislögreglustjóra til þess að afla upplýsinga nóttina sem senda átti Yazan Tamimi og fjölskyldu úr landi. Hann hafi ekki farið fram á að ríkislögreglustjóri stöðvaði brottflutninginn. „Mér fannst mjög eðlilegt að ég myndi hringja í ríkislögreglustjóra,“ segir hann. Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“ Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Talsverður styr hefur staðið um Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, síðan Ríkisútvarpið greindi frá því að hann hefði tekið upp tólið eldsnemma morguns þann 16. september og hringt í Sigríði Björk Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra til þess að ræða mál Yazans. Þá höfðu Yazan og fjölskylda verið flutt á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem flytja átti þau til Spánar. Segir ekkert óeðlilegt við símtalið Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hefur sagt það óeðlilegt að ráðherra hringi í undirmann annars ráðherra. Í samtali við fréttastofu vísar Guðmundur Ingi þessum ummælum Bjarna á bug. „Mér finnst það bara alls ekki óeðlilegt að leita upplýsinga hjá ríkislögreglustjóra, sem ríkislögreglustjóri alls landsins, allra ráðherra, hvernig sem við viljum orða það. Ég virði auðvitað þá keðju undir og yfirmanna sem um er að ræða í þessu máli, þar sem dómsmálaráðherra er æðsti yfirmaður lögreglunnar. Ég var að leita upplýsinga og mér finnst eðlilegt að ráðherrar geti leitað upplýsinga hjá embættismönnum inni í íslensku stjórnkerfi. Annað væri óeðlilegt.“ Krafðist einskis Þá hafi hann ekki farið fram á neitt í símtali sínu við Sigríði Björk en Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra stöðvaði brottflutninginn að beiðni Guðmundar Inga. Sigríður Björk Guðjónsdóttir er ríkislögreglustjóri.Vísir/Vilhelm „Ég segi ekki ríkislögreglustjóra fyrir verkum. En ég sagði ríkislögreglustjóra skoðun mína eins og fram hefur komið í fjölmiðlum. Ég var að leita upplýsinga um hvort það hafi virkilega verið farið inn á hjúkrunar og endurhæfingardeild Landspítalans, Rjóðrið, til þess að ná í fatlað barn til brottvísunar. Ég lýsti þeirri skoðun minni að það ætti að stöðva þennan brottflutning.“ Ekkert samkomulag milli flokkanna Skömmu eftir að brottflutningi Yazans og fjölskyldu var frestað rann frestur til að vísa þeim úr landi án efnislegrar meðferðar út og svo fór að fjölskyldan hlaut alþjóðlega vernd hér á landi. Því hefur verið velt upp hvort sú niðurstaða hafi verið fyrirframákveðin eftir samkomulagi ríkisstjórnarflokkana. „Við höfðum ekki gert neitt slíkt samkomulag. Ég hafði rætt þetta áður í ríkisstjórn áður og forsætisráðherra varð við þeirri beiðni minni, að þessu yrði frestað, brottflutningnum, og ég er þakklátur fyrir það. Ég tel að það hafi verið mikilvægt, til þess að það væri hægt að fara yfir málið.“
Mál Yazans Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Lögreglan Stjórnsýsla Tengdar fréttir „Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59 Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07 Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
„Mönnum finnst að lögin eigi ekki að gilda þegar réttlæti þeirra er annað“ Brynjar Níelsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það blasa við að kosningar muni fara fram fyrr en í vor. Brynjar telur samskipti innan ríkisstjórnarinnar og við ríkislögreglustjóra í aðdraganda brottvísunar Tamimi fjölskyldunnar óeðlilega. 11. október 2024 08:59
Óeðlilegt að Guðmundur Ingi hafi hringt í ríkislögreglustjóra Forsætisráðherra segir mjög óeðlilegt að ráðherra hringi beint í undirmann annars ráðherra líkt og Guðmundur Ingi Guðbrandsson gerði til þess að fresta mætti brottvísun Yasans Tamini. 10. október 2024 12:07
Yazan og fjölskylda komin með vernd Yazan Tamimi, ellefu ára langveikur drengur frá Palestínu og fjölskylda hans, fengu fyrr í dag samþykkta viðbótarvernd hjá Útlendingastofnun. Fjölskyldan var boðuð í viðtal og tilkynnt um þetta. Lögmaður fjölskyldunnar segir bæði kærunefnd útlendingamála og Útlendingastofnun hafa unnið hratt að umsókn þeirra. 8. október 2024 12:26