Berglindi sagt upp í síma: „Kom mér mjög á óvart“ Sindri Sverrisson skrifar 11. október 2024 07:32 Berglind Björg Þorvaldsdóttir varð bikarmeistari með Val í sumar. vísir/Anton Landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir sneri aftur á fótboltavöllinn með Val í sumar, eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn í lok síðasta árs. Samningi hennar við Val var óvænt rift í vikunni, í óþökk þjálfara hennar sem vilja halda henni. Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“ Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Berglind sneri heim og eignaðist son sinn á Íslandi, eftir að hafa verið atvinnumaður hjá PSG í Frakklandi, og áður í Noregi, Svíþjóð, Frakklandi, Ítalíu og Hollandi. Hún hafði leikið með Breiðabliki, Fylki og ÍBV hér á landi en skrifaði undir samning til tveggja ára við Val í vor. Í þeim samningi var hins vegar riftunarákvæði sem Valur nýtti nú í lok leiktíðar, eftir að Valur sá á eftir Íslandsmeistaratitlinum í hendur Breiðabliks um helgina. Möguleiki er á að gerður verði nýr samningur og Adda Baldursdóttir, aðstoðarþjálfari Vals, segir í samtali við Fótbolta.net að vilji þeirra Péturs Péturssonar þjálfara sé til að halda Berglindi. Þau hafi ekki vitað af uppsagnarákvæðinu eða þeirri ákvörðun Vals að nýta það. „Hún er að koma til baka eftir barneign sem er gríðarlega erfitt. Við þjálfararnir sjáum hana sem hluta af okkar framtíðarplönum og viljum setjast niður með henni og ræða næsta skref, það er alveg klárt mál,“ sagði Adda við Fótbolta.net. „Ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann“ Sjálf varð Berglind fyrir miklum vonbrigðum með hvernig staðið var að riftun samningsins, og er óviss um framhaldið. „Mér var tilkynnt símleiðis á mánudaginn að samningnum mínum hefði verið sagt upp. Það kom mér mjög á óvart, og einnig þótti mér þetta ófagmannlegt að fá svona fréttir í gegnum símann. En ég frétti það í gær að ný stjórn væri að taka við þannig að það kemur í ljós hvað verður,“ segir Berglind í samtali við Vísi. Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur spilað 72 A-landsleiki. Hér er hún á ferðinni gegn Frökkum á EM í Englandi árið 2022.Getty/Alex Pantling Það mun hafa verið framkvæmdastjóri Vals, Styrmir Þór Bragason, sem hringdi og tilkynnti henni um riftunina og segir Berglind að svo virðist sem það hafi verið án vitundar stjórnar knattspyrnudeildarinnar. Hún útilokar ekki að gera nýjan samning við Val. Fengið fyrirspurnir á Íslandi og að utan Berglind mun nú taka sér tíma í að ákveða næsta skref en þessi 32 ára knattspyrnukona, sem skorað hefur 12 mörk í 72 A-landsleikjum, skoraði fjögur mörk í þrettán leikjum í endurkomunni í sumar. „Ég veit í rauninni ekki hvað mun gerast á næstu vikum. Það hafa komið inn fyrirspurnir frá liðum á Íslandi og einnig erlendis, en ég mun taka mér tíma í það að hugsa hvað er besta skrefið fyrir mig og fjölskylduna mína.“
Besta deild kvenna Valur Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti