Undraverður bati með háþrýstimeðferð Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 9. október 2024 20:01 Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á Háþrýsti-og Köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. Vísir/Einar Fólk sem þjáist af langtímaafleiðingum Covid hefur náð miklum bata eftir að hafa stundað háþrýstimeðferð á Landspítalanum. Sjúklingar sem hafa verið rúmliggjandi hafi getað snúið aftur til eðlilegs lífs. Tæknin nýtist gegn mörgum öðrum sjúkdómum og kvillum. Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Landspítalinn fékk fyrsta háþrýsti-og köfunarlækningarklefann frá Ítalíu árið 1992 og síðan þá hafa tólf þúsund manns fengið slíka meðferð. Spítalinn fékk nýtt tæki fyrir ári sem er stærra og öflugra en áður. Leonardo Sturla Giampaoli sérfræðilæknir hefur starfað í fimm ár á háþrýsti-og köfunarlækningadeild Landspítalans. Hann segir meðferðina gagnast mörgum. „Hingað koma aðallega sjúklingar með krónísk sár eða frá sáramiðstöð. Fólk kemur eftir lýtaaðgerðir, æðaskurðlækningar eða áverka- og bæklunaraðgerðir. Við fáum líka marga sjúklinga frá taugalækningadeildinni með krónísk einkenni. Annar stór hópur kemur af bráðadeildinni eftir köfunarslys eða vegna reykeitrunar,“ segir Leonardo. Klefinn tekur allt að 14 manns í sæti og er fólk yfirleitt hálftíma í senn í honum tekur hlé og fer svo aftur í hálf´tima. Í alvarlegri tilvikur er fólk allt að tólf tíma í klefanum.Vísir/Einar Komust aftur út í lífið Meðferðin fer þannig fram að fólk andar að sér súrefni undir háþrýstingi hálftíma í senn en í alvarlegri tilvikum er fólk allt að tólf tíma í klefanum. Leonardo segir rannsóknir sýna að vefir og sár grói mun hraðar þannig en undir venjulegum kringumstæðum. Hann byrjaði nýlega að fá til sín fólk með langtíma Covid. Sjúklingarnir eru nú orðnir sextíu og meðferðin hefur reynst afar vel. „Sumir sjúklinganna hafa verið algerlega rúmliggjandi allan daginn, hafa orðið að hætta að vinna, geta ekki verið með fjölskyldunni eða eldað fyrir börnin. Nú eru þeir farnir að vinna aftur, ferðast um landið og geta eytt tíma með fjölskyldunni. Þá hafa sumir getað snúið aftur í nám, háskólanám og mastersnám, ,“ segir Leonardo. Leonard segir að fólk þurfi að koma um þrjátíu sinnum í tækið til að ná bata og það er mikil ásókn. „Það er alveg fullt hjá okkur þar til í febrúar en það er hægt að byrja að bóka fyrir mars,“ segir Leonardo.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira