Ríkisstjórnin á valdi „minnsta og veikasta“ flokksins Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. október 2024 09:56 „Nei takk,“ segir Óli Björn um áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Vísir/Vilhelm „Framganga Vinstri grænna er með þeim hætti að útilokað er að réttlæta samstarf við þá í ríkisstjórn,“ segir Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Langlundargeð hans sé á þrotum. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í aðsendri grein í Morgunblaðinu segir Óli Björn að Vinstri grænir undir forystu Svandísar Svavarsdóttur, sem hann taldi einn klókasta stjórnmálamann samtímans, í raun hafa bundið enda á ríkisstjórnarsamstarfið. Ói Björn segir marga kjósendur Sjálfstæðisflokksins hafa verið ósátta við þá ákvörðun að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram í kjölfar þess að Svandís, þá matvælaráðherra, frestaði hvalveiðum. Honum hefði sjálfum þótt ákvörðun ráðherra „blaut tuska“ í andlit þingmanna samstarfsflokkanna. „Vantraust mitt í garð Vinstri grænna vegna þessa hafði mikil áhrif á þá ákvörðun mína að segja af mér sem þingflokksformaður fyrir rúmu ári. Þingflokksformaður stærsta stjórnarflokks sem treystir ekki ráðherrum samstarfsflokks getur illa rækt skyldur sínar. Ég verð að viðurkenna að það voru mistök af minni hálfu að hafa ekki gengið lengra,“ segir Óli Björn í greininni. Það hafi legið fyrir frá upphafi að ríkisstjórnarsamstarfið yrði ekki án málamiðlana. Reyndin hefði hins vegar orðið sú að málamiðlanirnar hefðu ekki alltaf endurspeglað þá staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn væri fjölmennasti þingflokkurinn í ríkisstjórninni og á Alþingi. Sáttfýsi Sjálfstæðismanna hefði reynst þeim dýrkeypt og flokknum sendar kaldar kveðjur á nýafstöðnum landsfundi Vinstri grænna. „Hægriöflin (Sjálfstæðisflokkurinn) voru sögð þjóna sérhagsmunum en ekki almannahagsmunum og ala á útlendingaandúð. Gömul úrelt slagorð um auðstéttina og fjármagnsöflin fengu inni í ályktunum fundarins,“ segir Óli Björn. Landsfundurinn hafi verið til marks um að ríkisstjórnin gæti aðeins haldið áfram á forsendum „minnsta og veikasta“ stjórnmálaflokksins. „Slík ríkisstjórn nær aldrei árangri enda búin að missa erindi sitt. Það eina sem hægt er að segja er einfalt og skýrt: Nei, takk,“ segir Óli Björn.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels