Ekkert á hreinu um næstu kosningar Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2024 19:21 Bjarni Benediktsson tók við embætti forsætisráðherra hinn 9. apríl á þessu ári. Hann segist reikna með að ríkisstjórnin klári kjörtímabilið.Telji fólk erindi sínu lokið megi hins vegar ekki bíða lengi eftir kosningum. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir að ríkisstjórn sem ekki hafi burði til að ljúka málum, eigi að pakka saman. Formaður Vinstri grænna sagði eftir ríkisstjórnarfund í morgun að oddvitar stjórnarflokkanna ættu eftir að ræða forgangsröðun mála og tímasetningu kosninga. Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild: Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Oddvitar stjórnarflokkanna funduðu sín í milli í rúman hálftíma að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Svandís Svavarsdóttir formaður Vinstri grænna gerir ráð fyrir að samstaða náist milli þeirra um tímasetningu næstu kosninga og þau verkefni sem framundan væru. Svandís Svavarsdóttir segir formenn stjórnarflokkanna eiga eftir að ræða hvenær verði boðað til kosninga.Stöð 2/Bjarni „Það gefur auga leið að það hefði verið viðfangsefni hvort sem er. Að ræða þau mál og koma okkur saman um kjarnamál og áherslur. Líka hvaða dagsetningar við erum að horfa til,“ segir nýkjörinn formaður Vinstri grænna. Páskarnir hefjast á miðju vori hinn 17. apríl á næsta ári og því spurning hvort Svandís sjái fyrir sér kosningar fyrir eða eftir páska. Hvað nær vorið langt í þínum huga í þessum efnum? „Það nær nú býsna langt. Við skulum gefa okkur tíma til að horfa saman á dagatalið formenn stjórnarflokkanna áður en ég fer að úttala mig um það.“ Eigið þið eftir að komast til botns í þessu? „Já, við áttum bara örstuttan fund núna að afloknum ríkisstjórnarfundi. Aðallega til að ná að stilla saman strengi þegar hlutverkaskipti hafa breyst,“ segir Svandís. Bjarni Benediktsson segir að telji fólk erindi sínu í ríkisstjórn lokið megi ekki bíða lengi eftir kosningum.Stöð 2/Bjarni Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segist hafa reiknað með að ríkisstjórnin kláraði kjörtímabilið, enda ætti eftir að klára fjölmörg mál. Það geti verið rök fyrir því að betra væri að kjósa að vori þótt áhorfsmunur væri á því og kosningum snemma að hausti. Telji menn erindi sínu lokið mætti hins vegar ekki bíða lengi með kosningar. „Ef ríkisstjórn er með mál á dagskrá, sem hún getur klárað, þá á hún bara að halda áfram að starfa þar til að þarf að kjósa. Stjórn hins vegar sem er með mál á sinni þingmálaskrá eða stjórnarsáttmála, sem hún hefur ekki burði til að ljúka við og ekki er sátt um forgangsröðun mála, sem eru nægilega í takt við stöðuna í samfélaginu, slík ríkisstjórn verður að ljúka störfum og pakka saman,“ segir Bjarni. Sigurður Ingi Jóhannsson segir eðlilegt að formenn stjórnarflokkanna taki samtal um verkefnin framundan það sem eftir lifir kjörtímabilsins.Stöð 2/Bjarni Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir stjórnmálaflokka í stjórn og stjórnarandstöðu eðlilega álykta um mál. Stjórnarflokkarnir byggðu samstarf sitt aftur á móti á stjórnarsáttmála með verkefnum sem samstaða væri um að klára. „Þannig að niðurstaða um hvenær verði kosið hangir auðvitað beint á því hvenær við teljum verkefnunum vera lokið.“ Ertu með þessu að segja að nýr formaður Vinstri grænna muni hunsa vilja landsfundar hjá sínum flokki? „Nei, eins og ég segi; stjórnmálaflokkar lifa sínu sjálfstæða lífi. Taka sínar ákvarðanir, samþykkja sínar ályktanir. En stjórnarsáttmálinn er samningur þriggja flokka um samstarf og það er eðlilegt að við tökum það samtal. Þar á meðal hvernig við ljúkum því þar,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Hér má sjá viðtalið við Svandísi Svavarsdóttur í heild: Hér má sjá viðtalið við Bjarna Benediktsson í heild: Hér má sjá viðtalið við Sigurð Inga Jóhannsson í heild:
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06 „Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20 Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Svandís og Sigurður Ingi verja flugvallarákvörðun Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra segist hafa verið að framkvæma gamla ákvörðun með tilmælum til Isavia um að færa girðingu Reykjavíkurflugvallar svo að Reykjavíkurborg gæti fengið flugvallarland í Skerjafirði til húsbygginga. 8. október 2024 14:06
„Þetta er bara órætt okkar á milli“ Forsætisráðherra segist ekkert hafa rætt hugsanlegar kosningar í vor við hina formenn ríkisstjórnarflokkanna. Landsfundur Vinstri grænna ályktaði um helgina að ganga verði til kosninga næsta vor. 8. október 2024 12:20
Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. 7. október 2024 19:23