Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Lovísa Arnardóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 8. október 2024 08:50 Forseta- og konungshjónin hittust á að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn í morgun. Vísir/AP Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands. Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Almenningi var boðið að fylgjast með komu þeirra við bryggjuna. Skömmu en forsetahjónin komu siglandi voru mættir tugir úr hirð konungs á hestum. Sendinefndir frá Íslandi og Danmörku tóku á móti þeim við rauðan dregil og konungshjónin sjálf. Þau heilsuðust og virtist fara vel á með þeim. Mary drottning baðst afsökunar á því að geta ekki beðið þeim upp á betra veður.Í Kaupmannahöfn er þokukennt veður, rakt og von á rigningu. Þau spjölluðu í dálitla stund, heilsuðu sendinefndunum og settust svo upp í hestakerruna. Með kerrunni fóru þau svo til formlegrar móttökuathafnar við Amalíuborgarhöll, með stuttri viðkomu í borgarvirkinu, Kastellet, þar sem blóm verða lögð að minnisvarða. Mikill fjöldi er samankominn til að fylgjast með.Vísir/Elín Margrét Fjallað er um heimsóknina á vef danska ríkisútvarpsins í dag. Þar segir að konungshjónin fái það hlutverk að viðhalda góðu sambandi Íslendinga og Dana. Margréti Danadrottningu hafi tekist að milda sambandið eftir að Íslendingar lýstu yfir sjálfstæði 1944 þegar Íslendingar sögðu skilið við konunginn. Í frétt DR er meðal annars fjallað um heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur til Danmerkur árið 1981. Sameiginlegur blaðamannafundur Vigdísar og Margrétar Þórhildar hafi endað í einskonar uppistandi þar sem blaðamenn skiptust á að hlæja að leiðtogunum tveimur. Friðrik X Danakonungur tók vel á móti Höllu á gömu tollbryggjunni í morgun.Vísir/AP Konungs- og forsetahjónin fái það hlutverk í dag að fylgja eftir þessum fundi og stemningunni á honum. Í tilkynningu um heimsóknina kom fram að eftir heimsóknina í borgarvirkið fari forsetahjónin ásamt konungshjónunum í Jónshús. Það verður í fyrsta sinn sem þjóðhöfðingi Danmerkur sækir menningarmiðstöð Íslands í Kaupmannahöfn heim. Heimsóknin er fyrsta ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur en hefð er fyrir því að fyrsta heimsókn nýs forseta í embætti sé til Danmerkur. Þetta er jafnframt fyrsta ríkisheimsókn Friðriks X Danakonungs í hlutverki gestgjafa eftir að hann varð konungur í janúar á þessu ári. Markmið heimsóknarinnar er að styrkja söguleg tengsl Íslands og Danmerkur og efla enn frekar hið nána samband þjóðanna að því er segir í tilkynningu frá embætti forseta Íslands.
Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Friðrik X Danakonungur Halla Tómasdóttir Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira