Formenn stjórnarflokkanna hljóti að ræða framhaldið Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2024 19:23 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar tók við völdum síðast liðið vor eftir að Katrín Jakobsdóttir yfirgaf stjórnmálin og bauð sig fram til embættis forseta Íslands. Vísir/Vilhelm Nýkjörinn formaður Vinstri grænna segir forystufólk stjórnarflokkanna væntanlega setjast niður á næstunni til að ræða framhald stjórnarsamstarfsins fram að kosningum, sem Vinstri græn vilja að fari fram næsta vor. Forgangsraða verði málum á félagslegum forsendum. Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
Fyrir landsfundi Vinstri grænna um síðustu helgi lá tillaga níu landsfundarfulltrúa um að slíta stjórnarsamstarfinu nú þegar. Í lokaályktun landsfundarins segir hins vegar "að ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk sé að nálgast leiðarlok og að æskilegt sé að boða til kosninga með vorinu. Svandís Svavarsdóttir nýkjörinn formaður flokksins segir stjórnarsamstarfið á sínu síðasta ári. Ályktun landsfundar væri í takti við það sem hún hefði áður sagt varðandi næstu kosningar. Svandís Svavarsdóttir nýkjörin formaður Vinstri grænna segir oddvita stjórnarflokkanna hljóta að fara yfir framhald samstarfsins nú þegar hún hefur tekið við oddvitahlutverki VG.Stöð 2/Arnar „Hvað þýðir að vori, það verða samtöl flokkanna að leiða í ljós. Hvað það þýðir og hvernig best er að koma inn einhverri skýrri dagsetningu þar. Við þurfum auðvitað líka að horfa á þau verkefni sem framundan eru,“ segir Svandís. Sjálf reikni hún með að leggja samgönguáætlun fram í þessu mánuði eða næsta, afgreiða þurfi fjárlög og fleiri mál. Í ályktun landsfundar segir að "ríkisstjórnin hafi upphaflega verið mynduð árið 2017 í kjölfar óvæntra kosninga og í skugga pólitísks óróa." Síðan er talið upp að Vinstri græn hafi náð fram mikilvægum málum. "Til að hægt sé að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram telur landsfundurinn að takast verði á við þau knýjandi verkefni sem við blasa á félagslegum grunni,“ segir í ályktun landsfundar. „Nú er staðan orðin sú að ég hef tekið við formennsku í VG og það gerðist nú um helgina. Þar með eru mín orð þyngri en þau voru áður. Ég held að það gefi augaleið að við þurfum að setjast niður, formenn flokkanna,“ segir Svandís og ítrekar að forystufólk stjórnarflokkanna hittist reglulega. „Tilefnið er augljóst þegar breytt er um forystu í einum stjórnarflokkanna. Það þurfi þá að ráða ráðum sínum og ég held að það sé fullt tilefni til. Ég vænti þess að heyra í þeim. Ég hef fengið aðeins kveðjur frá þeim,“ segir formaðurinn nýkjörni. Landsfundur væri æðsta vald Vinstri grænna og ályktun varðandi kosningar næsta vor samþykkt einróma. Frá landsfundi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs um síðustu helgi.Vísir/Vésteinn „Það er komið að ákveðnum þolmörkum í baklandi og grasrót VG gagnvart samstarfinu. Og við teljum, og mínir félagar, að það sé mikilvægt að þau verkefni sem við ráðumst í núna á þessum síðasta vetri séu leyst á félagslegum grunni og félagslegum forsendum. Ég tek það umboð mjög alvarlega,“ segir Svandís. Ríkisstjórnin lagði fram þingmálaskrá með 217 málum í upphafi þings í september. Svandís segir þingmálaskrá yfirleitt uppfærða um áramót og þá verði að laga hana að raunveruleikanum. Hún ítrekar til dæmis að Vinstri græn muni ekki standa að frekari breytingum á útlendingalögum eins og dómsmálaráðherra hefur boðað. Nú þurfi að nema staðar og huga að inngildingu þeirra sem hingað koma. „Og ég held við þurfum ekki að beita þeirri nálgun að koma með nýjar breytingar á útlendingalögum á hverju einasta þingi,“ segir Svandís Svavarsdóttir.
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Alþingiskosningar 2024 Tengdar fréttir „Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53 Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01 Mest lesið Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Erlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Sjá meira
„Ég vil auðvitað klára kjörtímabilið“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins segir að kjörtímabil sé fjögur ár, og hún vilji klára tímabilið áður en gengið verði til kosninga. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar segir að pólitísk óvissa ríki á meðan sitjandi ríkisstjórn er við völd og vill kosningar fyrir áramót. Jódís Skúladóttir þingmaður Vinstri grænna gefur engin skýr svör um það hvort hún vilji halda áfram í ríkisstjórnarsamstarfinu, eða þá hversu lengi. 29. september 2024 15:53
Brotthvarf Katrínar hafði mikil áhrif Svandís Svavarsdóttir er staðráðin í að Vinstrihreyfingin grænt framboð nái fulltrúum á þing í næstu alþingiskosningum þótt kannanir að undanförnu sýni að þar verði á brattan að sækja. Í Samtalinu á Vísi á fimmtudag fór hún yfir erindi hreyfingarinnar, stjórnarsamstarfið með Sjálfstæðisflokki og Framsókn í sjö ár og hvaða mál það eru sem hún telur mikilvægt að ná í gegn á Alþingi fyrir kosningar. 28. september 2024 08:01