Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Þórarinn Þórarinsson skrifar 7. október 2024 11:21 Selir og Þórsarar mættust, jöfn að stigum, á toppi Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn en leikar fóru þannig að Þór náði með sigri að lyfta sér upp fyrir andstæðingana og eigna sér efsta sætið. Lið Þórs frá Akureyri er enn taplaust í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir 2-1 sigur á Selunum frá Selfossi í 5. umferð þar sem liðin voru jöfn að stigum þegar þau hófu baráttuna um fyrsta sætið á laugardaginn. Þórsarar hafa því treyst sig í sessi á toppnum með 15 stig en Selirnir eru þó ekki langt undan með 13 stig í 2. sæti. Guðjón og Guðbergur lýstu tveimur viðureignum í beinni og töldu þær báðar í meira lagi spennandi þar sem í hinum leiknum mættust lið Jötuns og Böðla í botnbaráttunni. Þar tókst Böðlum að landa sínum fyrsta sigri, eru komnir með 5 stig og skilja Jötunn eftir á botninum með 1 stig. Staða liðanna er því óbreytt frá 4. umferð en Trölli-Loop og Dusty eiga leik til góða og þeir Guðbergur og Guðjón töldu óhætt að fullyrða að deildin sé enn galopin í fjórum efstu sætunum þar sem Dusty og Tröll séu til alls líkleg og gætu byrjað að stríða toppliðum Þórs og Selanna í næstu umferðum. Staðan í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir leiki helgarinnar í 5. umferð. Rafíþróttir Tengdar fréttir Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti
Þórsarar hafa því treyst sig í sessi á toppnum með 15 stig en Selirnir eru þó ekki langt undan með 13 stig í 2. sæti. Guðjón og Guðbergur lýstu tveimur viðureignum í beinni og töldu þær báðar í meira lagi spennandi þar sem í hinum leiknum mættust lið Jötuns og Böðla í botnbaráttunni. Þar tókst Böðlum að landa sínum fyrsta sigri, eru komnir með 5 stig og skilja Jötunn eftir á botninum með 1 stig. Staða liðanna er því óbreytt frá 4. umferð en Trölli-Loop og Dusty eiga leik til góða og þeir Guðbergur og Guðjón töldu óhætt að fullyrða að deildin sé enn galopin í fjórum efstu sætunum þar sem Dusty og Tröll séu til alls líkleg og gætu byrjað að stríða toppliðum Þórs og Selanna í næstu umferðum. Staðan í Tölvulistadeildinni í Overwatch eftir leiki helgarinnar í 5. umferð.
Rafíþróttir Tengdar fréttir Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti
Jötunn og Böðlar berjast í bökkum á botninum Þrír leikir fóru fram í 4. umferð Tölvulistadeildarinnar í Overwatch á laugardaginn og að henni lokinni er lið Þórs enn í efsta sæti eftir 3-0 sigur á Jötni í „svakalegum leik“ eins og Óskar og Guðný Stefanía orðuðu það í beinni útsendingu frá umferðinni. 30. september 2024 11:10