Erfitt að setja tölu á hve margir vilji stjórnarslit Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. október 2024 12:20 Orri Páll er þingflokksformaður Vinstri grænna. Vísir/Vilhelm Fjölmargir tóku til máls þegar rætt var um ríkisstjórnarsamstarfið á Landsfundi VG sem nú fer fram. Á morgun verður tillaga um stjórnarslit afgreidd en þingflokksformaðurinn segir erfitt að segja til um hversu margir séu fylgjandi tillögunni. Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“ Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Landsfundur VG fer fram í Víkingsheimilinu í Safamýri nú um helgina, en klukkan níu í morgun voru á dagskrá umræður um stöðu flokksins eftir sjö ára ríkisstjórnarsamstarf með Framsókn og Sjálfstæðisflokki. Þingflokksformaðurinn segir fundarmenn hafa rætt málin vel. „Við áttum hreinskiptar og heiðarlegar samræður, og mjög mörg sem tóku til máls undir þessum lið. Hann var að mínu mati mjög þarfur, og ég held að það sé sammerkt með okkur hér. Við erum fjöldamörg mætt á þennan landsfund og mikill hugur í fólki. Þetta var nauðsynlegt en líka mjög gaman,“ segir Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður VG. Fyrir fundinum liggur tillaga að ályktun um að ríkisstjórnarsamstarfinu verði slitið, en allar tillögur verða afgreiddar á morgun. Orri segir erfitt að festa hendur á hversu margir fundarmanna séu fylgjandi tillögunni. „Þarna voru mjög skiptar skoðanir, bæði dregin upp sjónarmið um þann árangur sem við höfum náð í þessu ríkisstjórnarsamstarfi en líka þau sjónarmið sem koma fram í þeirri tillögu sem hefur verið til mikillar umræðu um slit á ríkisstjórnarsamstarfi, og allt þar á milli.“ Engin einhlít niðurstaða hafi komið út úr umræðunum, á morgun komi í ljós hvernig mál fara. Guðmundur Ingi Guðbrandsson og Jódís Skúladóttir, frambjóðendur til varaformanns, sögðu í gær að ef það yrði vilji landsfundar að slíta samstarfinu yrði að hlusta á þær raddir. Vinstri græn hafa ekki riðið feitum hesti í skoðanakönnunum að undanförnu. Í dag birti Morgunblaðið nýja könnun Prósents, þar sem flokkurinn mælist með þrjú prósent. Orri segir það sannarlega hafa verið til umræðu. „Ekki bara á fundinum, heldur bara á undanförnum mánuðum. Eins og þú bendir á þá hafa fylgiskannanir ekki verið sérstaklega hliðhollar okkur í VG að undanförnu. Þetta er afar fjölmennur fundur og eins og ég segi, mikill hugur í fólki og enginn bilbugur, þó mælingarnar séu sannarlega ekki skemmtilegar.“
Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira