Innlent

Á­bendingarnar verði teknar al­var­lega

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Dóra Magnúsdóttir er forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/egill

Frumkvæðisathugun Persónuverndar var viðbúin að sögn forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem segir að ábendingar nefndarinnar verði teknar alvarlega. Þegar sé hafin vinna við að safna saman upplýsingum fyrir nefndina. 

Í gær greindu forsvarsmenn Persónuverndar frá því að ákveðið hafi verið að hefja frumkvæðisathugun á vinnslu persónuupplýsinga í sameiginlegum sjúkraskrárkerfum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.

Ákörðunin um athugunina kemur vegna úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið fyrir hendi skýr lagagrundvöllur fyrir beinum uppflettiaðgangi trúnaðarlæknis Samgöngustofu í sjúkraskrá. Læknirinn hafði haft aðganginn á grundvelli samnings Samgöngustofu og Heilsugæslunnar.

Í kjölfarið lokaði Heilsugæslan fyrir aðgengi heilbrigðisstarfsfólks hjá Samgöngustofu að sjúkraskrám.

Forstjóri Heilsugæslunnar segir að frumkvæðisathugun Persónuverndar hafi verið viðbúin.

„Og við að sjálfsögðu tökum ábendingar Persónuverndar alvarlega og munum vinna með þeim að fullu og munum veita allar upplýsingar og erum þegar byrjuð að safna saman öllum upplýsingum og gögnum hjá okkur,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar.

Allt uppi á borðum

Hún segist ekki telja að eitthvað misjafnt hafi verið í gangi hjá Heilsugæslunni varðandi persónuupplýsingar. Búið sé að rifta öllum slíkum samningum nema þeim sem gerðir voru við einkareknar heilsugæslustöðvar. Mikilvægt sé að hafa í huga að upplýsingarnar hafi aldrei verið aðgengilegar almenningi, einungis heilbrigðisstarfsfólk eða trúnaðarlækni.

„Og við höfum alltaf verið með allt uppi á borðinu. En það kom þá í ljós að það voru gerðar athugasemdir við þessa samninga og við bregðumst við því.“


Tengdar fréttir

Sögðu upp fleiri samningum í kjölfar úrskurðarins

Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefur sagt um samningum við Samgöngustofu, Fluglæknasetur og KSÍ, í kjölfar úrskurðar Persónuverndar um að ekki hafi verið heimilt að veita Samgöngustofu aðgang að sjúkraskrám. Forstjóri heilsugæslunnar segir boltann nú hjá yfirvöldum, sem þurfi að búa til lagaramma sem virkar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×