Íslenskur HM-fari í Stjörnuna Sindri Sverrisson skrifar 4. október 2024 12:04 Samúel Kári Friðjónsson er genginn til liðs við Stjörnuna. Stjarnan FC Knattspyrnumaðurinn Samúel Kári Friðjónsson hefur ákveðið að snúa heim til Íslands, 28 ára gamall, eftir langa veru í atvinnumennsku erlendis. Hann hefur skrifað undir samning til fjögurra ára við Stjörnuna. „Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er ég hæstánægður með að vera kominn í Stjörnuna og að allt sé klappað og klárt,“ segir Samúel Kári í fréttatilkynningu. „Stjarnan er á mjög spennandi vegferð og leikstíll þeirra hentar mér mjög vel og hlakkar mig mikið til þess að taka þátt í því, og vonast til að geta nýtt reynslu mína í þetta verkefni ásamt þvi að gera atlögu á titla og Evrópu,” sagði Samúel Kári. Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Reading á Englandi, aðeins 17 ára gamall. Hann var hjá Reading til ársins 2016, en lék þó ekki með aðalliði félagsins, og fór svo til Vålerenga í Noregi. Hann var leikmaður Vålerenga þegar hann var valinn í fyrsta HM-hóp íslenskrar fótboltasögu, sem fór til Rússlands 2018, og á alls að baki átta A-landsleiki. Samúel Kári lék einnig sem lánsmaður hjá Viking, í norsku úrvalsdeildinni, en fór svo til Paderborn í Þýskalandi í janúar 2020 og lék fimm leiki í efstu deild Þýskalands. Hann sneri svo aftur til Viking en fór þaðan til Atromitos á Grikklandi þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. „Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Samúel til liðs við okkur og við erum sannfærðir um að hann muni smellpassa inní það sem við höfum verið að gera í Garðabænum undanfarin ár. Eins og flestir vita þá tókum við fyrir nokkrum árum ákvarðanir um hvernig við viljum staðsetja okkur í íslenskum fótbolta og höfum unnið markvisst að þeirri hugmyndafræði og höfum verið leiðandi í því og núna er kominn tími til að stíga næstu skref á þeirri vegferð sem við höfum verið á. Liðið okkar er frábært og það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá okkur í Stjörnunni,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla í fótbolta hjá Stjörnunni. Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira
„Eftir þrettán ár í atvinnumennsku er ég hæstánægður með að vera kominn í Stjörnuna og að allt sé klappað og klárt,“ segir Samúel Kári í fréttatilkynningu. „Stjarnan er á mjög spennandi vegferð og leikstíll þeirra hentar mér mjög vel og hlakkar mig mikið til þess að taka þátt í því, og vonast til að geta nýtt reynslu mína í þetta verkefni ásamt þvi að gera atlögu á titla og Evrópu,” sagði Samúel Kári. Samúel Kári er uppalinn hjá Keflavík og lék þar sína fyrstu meistaraflokksleiki áður en hann gekk í raðir Reading á Englandi, aðeins 17 ára gamall. Hann var hjá Reading til ársins 2016, en lék þó ekki með aðalliði félagsins, og fór svo til Vålerenga í Noregi. Hann var leikmaður Vålerenga þegar hann var valinn í fyrsta HM-hóp íslenskrar fótboltasögu, sem fór til Rússlands 2018, og á alls að baki átta A-landsleiki. Samúel Kári lék einnig sem lánsmaður hjá Viking, í norsku úrvalsdeildinni, en fór svo til Paderborn í Þýskalandi í janúar 2020 og lék fimm leiki í efstu deild Þýskalands. Hann sneri svo aftur til Viking en fór þaðan til Atromitos á Grikklandi þar sem hann hefur spilað síðustu tvö ár. „Það er gríðarlega ánægjulegt að fá Samúel til liðs við okkur og við erum sannfærðir um að hann muni smellpassa inní það sem við höfum verið að gera í Garðabænum undanfarin ár. Eins og flestir vita þá tókum við fyrir nokkrum árum ákvarðanir um hvernig við viljum staðsetja okkur í íslenskum fótbolta og höfum unnið markvisst að þeirri hugmyndafræði og höfum verið leiðandi í því og núna er kominn tími til að stíga næstu skref á þeirri vegferð sem við höfum verið á. Liðið okkar er frábært og það eru ákaflega spennandi tímar framundan hjá okkur í Stjörnunni,“ segir Helgi Hrannarr Jónsson, formaður meistaraflokks karla í fótbolta hjá Stjörnunni.
Besta deild karla Stjarnan Mest lesið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Körfubolti Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Opna og sex stiga leikur á Akureyri Sport Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Fleiri fréttir Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Sjá meira