Grótta tyllti sér á toppinn og KA fékk fyrstu stigin Ágúst Orri Arnarson skrifar 3. október 2024 21:30 Elvar Otri Hjálmarsson hefur verið öflugur með Gróttu í upphafi tímabils. vísir / hulda margrét Grótta er í efsta sæti Olís deildar karla eftir 32-30 sigur gegn ÍBV í kvöld. KA reif sig upp af botninum með 28-24 sigri gegn ÍBV. Afturelding lagði Fram örugglega með fimm marka mun, 34-29. KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver. Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán Sjá meira
KA – ÍR 28-24 KA tók þriggja marka forystu snemma, sem hélst nokkurn veginn allan leikinn. ÍR náði ágætis áhlaupi í byrjun seinni hálfleiks og jafnaði leikinn en hélt ekki lengi út. KA gaf aftur í og það stefndi í stærri sigur en raunin varð, ÍR minnkaði muninn aðeins undir lokin og 28-24 urðu lokatölur. Dagur Árni Heimisson var markahæstur hjá heimamönnum með 7 mörk, Ott Varik var á eftir honum með 5 mörk. Nicolai Kristensen í marki KA átti ekkert sérstakan leik en Bruno Bernat kom vel inn fyrir hann og varði 5 af 12 skotum sem hann fékk á sig. Hjá ÍR var Baldur Fritz Bjarnason öflugastur sóknarlega og skoraði 8 mörk úr 13 skotum. Þetta var fyrsti sigur KA á tímabilinu. Liðið er nú í næstneðsta sæti með tvö stig, ÍR er einu stigi og sæti ofar. Grótta – ÍBV 32-30 Æsispennandi leikur þar sem liðin skiptust á sterkum áhlaupum. Grótta byrjaði betur og komst 7-3 yfir en ÍBV sneri taflinu við og tók forystuna 7-8. Leikurinn hélst nokkuð jafn þar til um miðjan seinni hálfleik þegar Grótta skoraði þrjú mörk í röð og komst 25-21 yfir. ÍBV elti þá hins vegar uppi og jafnaði 26-26. Eftir það voru heimamenn sterkari aðilinn og tóku tveggja marka forystu sem hélst alveg til enda. Magnús Gunnar í marki Gróttu hafði nóg að gera og varði 21 af 51 skoti (41 prósent). Kollegi hans hinum megin var ekki eins iðinn og varði aðeins 6 af 37 skotum (16 prósent). Jón Ómar Gíslason í liði Gróttu varð langmarkahæstur með 10 mörk. Næstu menn á eftir skoruðu fimm mörk. Grótta hefur nú unnið fjóra af fyrstu fimm leikjum tímabilsins og er í efsta sæti deildarinnar, þökk sé því að FH tapaði gegn Val. ÍBV hefur safnað fimm stigum í jafnmörgum leikjum og situr í 6. sæti. Afturelding – Fram 34-29 Að lokum fór fram leikur Aftureldingar og Fram. Jafnt framan af en Afturelding alltaf skrefi á undan. Heimamenn brunuðu svo fram úr undir lok fyrri hálfleiks og fóru með fimm marka forskot inn í búningsherbergi. Þannig héldu þeir gestunum, í hæfilegri fjarlægð, allan seinni hálfleik og sigldu sigrinum á endanum örugglega heim. Blær Hinriksson og Birgir Steinn Jónsson voru atkvæðamestir í Mosfellsbæ með 8 mörk hver.
Olís-deild karla Grótta ÍBV ÍR KA Mest lesið Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Enski boltinn „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld Handbolti Danir óstöðvandi Handbolti Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim Enski boltinn Baulað á Djokovic sem hætti keppni í undanúrslitaleiknum Sport „Þeir voru pottþétt að spara“ Handbolti „Þetta er svona svindlmaður“ Handbolti „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Fótbolti Fleiri fréttir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Danir óstöðvandi Lærisveinar Alfreðs með mikilvægan sigur á Ítalíu Uppgjörið: ÍR - Haukar 25-26 | Hafnfirðingar upp í annað sætið eftir dramatískan endi „Þeir voru pottþétt að spara“ Selbit og stuð hjá strákunum í Zagreb Halda í veika von og gætu mætt Íslandi Áfall fyrir Noreg: Sagosen meiddur Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Ítalir fundu landsliðsmarkvörðinn á Facebook Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Með geðveika hendi og öll skotin í bókinni Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán Sjá meira