Loftmyndir opna nýtt og einstakt þrívíddarkort af Íslandi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. október 2024 08:04 Karl segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni geta gagnast ýmsum aðilum sem til að mynda standa í framkvæmdum. „Við erum mjög stolt af þessu. Þetta er nýtt í þessum þrönga geira sem kortabransinn er,“ segir Karl Arnar Arnarson, framkvæmdastjóri Loftmynda ehf., um nýtt þrívíddarkort af Íslandi. Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum. Vísindi Tækni Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira
Loftmyndir hafa safnað þrívíðum hæðargögnum eftir loftmyndum í 30 ár og lagt mikla vinnu í það undanfarin ár að þétta líkanið, þannig að upplausnin á 3d.map.is er nú 2,5 metrar. Karl segir gögn í þessum gæðum ekki hafa verið til en þau hafa nú verið birt og eru opin öllum. „Þarna ertu í fyrsta skipti að horfa á allt Ísland í mjög mikilli nákvæmni,“ segir Karl. „Það má líkja þessu við að það sé lagt hálfgert net yfir landið. Möskvastærðin er tveir og hálfur metri og það er eitthvað sem er alveg nýtt.“ Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af fyrirhuguðum Búrfellslundi, unnið á 3d.map.is Þrívíddarkortið, sem er gagnvirkt, byggir meðal annars á kortum og loftmyndum sem Loftmyndir hafa safnað í gegnum árin og uppfæra reglulega. Karl segir önnur þrívíddarkort gjarnan unnin með gervihnattamyndum en kort Loftmynda er unnið upp úr myndum teknum úr flugvél í um 30 metra hæð, sem geri nákvæmnina og þéttleikann meiri. Það tók Loftmyndir níu ár að ná myndum af landinu öllu, sem eru eins og fyrr segir uppfærðar reglulega og verður þrívíddarkortið uppfært í kjölfarið. Þá er síðan sem nú er komin í loftið hálfgerð beta-útgáfa en Karl segir enn unnið að því að bæta viðmótið. Hér fyrir neðan má sjá myndskeið af Heimaey, unnið á 3d.map.is. Hann segir vonir standa til að þrívíddarkortið muni reynast mörgum vel, bæði til skemmtunar og gagns. „Þetta er mjög spennandi því þetta opnar á þann möguleika að setja alls konar verklegar frmakvæmdir og skipulagsáætlanir sem erfitt er að skilja á hefðbundnum kortum í þrívídd,“ segir Karl. Hann segir gríðarlega mikilvægt að viðhalda gagnagrunnum á borð við þann sem Loftmyndir búa nú að og bendir á að landið sé stöðugt að breytast, bæði af mannavöldum og til dæmis náttúruhamfara. Þá segir hann þrívíddarkortið vonandi munu nýtast aðilum á borð við verkfræðifyrirtækjum og Veðurstofunni en einnig mætti sjá fyrir sér að það gæti nýst björgunaraðilum og fleirum.
Vísindi Tækni Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Sjá meira