Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sindri Sverrisson skrifar 2. október 2024 10:31 Gunnlaugur Árni Sveinsson, sem er 18 ára gamall, varð í 5. sæti á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í sumar. seth@golf.is Kylfingurinn Gunnlaugur Árni Sveinsson úr GKG átti frábæran hring í gær og er efstur á einu virtasta háskólamóti Bandaríkjanna í golfi. Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“ Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira
Gunnlaugur Árni er á sínu fyrsta ári í Louisiana State háskólanum og því að taka sín fyrstu skref í bandaríska háskólagolfinu. Það kemur ekki í veg fyrir að hann sé efstur á Blessings Collegiate Invitational, þar sem hundrað kylfingar úr tíu háskólum keppa og þar af margir af bestu kylfingum háskólagolfsins. „HANN ER NÝNEMI!“ segir Golf Channel á Twitter-síðu sinni og sýnir myndband af fallegu pútti Gunnlaugs Árna fyrir fugli á átjándu flöt. HE'S A FRESHMAN! LSU's Árni Sveinsson shoots 5-under for the day, and leads entering the final round of the Blessings Collegiate Invitational. pic.twitter.com/zmhkcGEIWA— Golf Channel (@GolfChannel) October 1, 2024 Gunnlaugur Árni lék á -5 höggum í gær og er samtals á -6 höggum eftir tvo hringi af þremur. Hann er með þriggja högga forskot á næsta mann í einstaklingskeppninni. Frammistaða Gunnlaugs Árna veldur því einnig að LSU er efstur skólanna tíu í liðakeppni karla, á samtals +6 höggum, með tveggja högga forskot á Mississippi State. Mjög öruggur allan tímann Hver skóli er með tíu manna lið; fimm manna lið karla og fimm manna lið kvenna, og eru veitt verðlaun fyrir sigur í liðakeppnunum þremur og einstaklingskeppnum. Leikið er í Arkansas, þar sem að Arkansas Razorbacks unnu mótið í fyrra í öllum flokkum. Gunnlaugur Árni fékk sex fugla í gær, þrjá á fyrri níu holunum og þrjá á seinni. Eini skollinn hans kom á 14. holu. „Þetta var bara mjög öruggt frá fyrsta teighöggi fram að lokapúttinu. Ég man í raun bara eftir einum eða tvennum mistökum, og þetta var bara mjög örugg frammistaða.“
Golf Mest lesið Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Fleiri fréttir Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Vann mótið með lokahögginu sem var magnað vipp úr sandinum Bestu kylfingar landsins í einvígi á Sýn Sport í kvöld Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu „Hef hugsað um þetta síðan ég var þrettán ára“ Gunnlaugur Árni komst áfram á U.S. Amateur Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Axel leiðir að öðrum degi loknum Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Sjá meira