Á að pína sig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi? Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir skrifar 1. október 2024 20:00 Aldís Þorbjörg Ólafsdóttir er sálfræðingur frá Háskóla Íslands og para- og kynlífsráðgjafi frá Michigan Háskóla. Vísir Spurning barst frá lesenda: „Þunglyndi, kvíði, atvinnuleysi allt svo svart og enginn áhugi á kynlífi. Er hrædd um að maðurinn minn muni halda fram hjá mér! Á ég að pína mig í að stunda kynlíf til að minnka líkur á framhjáhaldi?“ - 42 ára kona. Ó nei, undir engum kringumstæðum finnst mér við eiga að pína okkur til að stunda kynlíf ef okkur langar ekki til þess. Ég hitti í hverri viku fólk sem finnur fyrir breyttri löngun til að stunda kynlíf. Alltof oft heyri ég fólk lýsa því hvernig það stundar kynlíf sem það hefur í raun ekki áhuga á að stunda! Ef við erum gjörn á að stunda kynlíf þegar við viljum það í raun ekki.. þá fer okkur að langa minna og minna að stunda kynlíf! Sem er alveg glötuð þróun! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Alltof mikið af fólki stundar kynlíf sem það hefur ekki áhuga á.Vísir/Getty Nú veit ég ekki nægilega mikið um þann sem sendi inn þessa spurningu en það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Ég velti fyrir mér spurningum eins og hversu mikla kynlöngun varstu með áður? Hefur hún breyst eða hefur þú alltaf verið með litla löngun? Truflar það þig að kynlöngun þín hefur breyst? Sum upplifa aldrei eða mjög sjaldan löngun í kynlíf, sem er algjörlega eðlilegt fyrir þau. Til að kynna sér það nánar mæli ég með því að lesa sig til um eikynhneigð. Það er líka eðlilegt að kynlöngun sé mismikil á ólíkum tímabilum. Þegar við erum að ganga í gegnum breytingar sem einkennast af mikilli streitu, eins og atvinnuleysi, barneignir, breytingaskeiðið eða bara gamla góða skammdegisþunglyndið, er ekki óalgengt að finna sjaldnar fyrir greddu! Líðan, streita, áföll, líkamsímynd og sambandsánægja eru allt breytur sem hafa líka áhrif á kynlöngun. Þú ert alls ekki ein um það! En hvað er til ráða? Í fyrsta lagi ef þér finnst þú þurfa að stunda kynlíf, til þess að tryggja það að maki haldi ekki framhjá þér, þá hljómar það eins og þú upplifir ekki nægt öryggi í þínu sambandi. Öryggi, vellíðan og traust eru auðvitað lykilþættir í heilbrigðu sambandi. Stundum getur líka verið að allskonar kvíðahugsanir séu þvælast fyrir okkur og það er mikilvægt að ræða þennan ótta frekar en að láta hann stjórna! Gott væri að ræða saman eða skrifast á, hvernig sem ykkur finnst best að tala saman. Skoðið það hvernig ykkur líður með að stunda sjaldnar kynlíf eða það að annar aðilinn sé ekki að finna fyrir mikilli löngun? Hvernig líður ykkur með það kynlíf sem þið hafið verið að stunda? Og kannski lykilspurningin.. af hverju stundar þú kynlíf? Gott er að huga að öllu sem kemur að heilsunni.Vísir/Getty Til að byggja upp löngun í kynlíf er gott að huga að öllu því sem viðkemur almennri heilsu. Hvet ég þig til að bæta eigin líðan, reyna að draga úr streitu og passa vel upp á svefn, næringu og hreyfingu. Því jú kynheilsa er hluti af almennri heilsu. Að kveikja í eigin kynlöngun er eitthvað sem þú gerir fyrir þig! Ferðalagið þangað felst í mörgum litlum skrefum frekar en einu stóru. Byrjaðu á því að setja fókus á unað í daglegu lífi. Lokaðu augunum í sturtu og njóttu þess að finna fyrir heita vatninu. Borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir því hvernig bragðið, lyktin og áferðin er. Næst þegar þú ert að bera á þig krem, hægðu á þér og leyfðu þér að finna fyrir því hvernig húðin bregst við. Gerðu ánægjulega hluti, bara fyrir þig! Útivist, vinir, tónlist, dans, jóga, sköpun.. það skiptir ekki máli hvað það er svo lengi sem þú nýtur þess! Síðan er vert að skoða, hvað kveikir í þér? Byrjaðu að taka eftir því hvenær þú finnur fyrir löngun eða leyfðu þér að kynnast því sem kveikir á þinni kynlöngun. Sjálfsfróun er síðan frábær leið til að prófa sig áfram! Og já, það má fróa sér þó þú sért í langtímasambandi og þó svo að þið séuð sjaldnar að stunda kynlíf en áður! Gangi þér vel <3 Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir „Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Ó nei, undir engum kringumstæðum finnst mér við eiga að pína okkur til að stunda kynlíf ef okkur langar ekki til þess. Ég hitti í hverri viku fólk sem finnur fyrir breyttri löngun til að stunda kynlíf. Alltof oft heyri ég fólk lýsa því hvernig það stundar kynlíf sem það hefur í raun ekki áhuga á að stunda! Ef við erum gjörn á að stunda kynlíf þegar við viljum það í raun ekki.. þá fer okkur að langa minna og minna að stunda kynlíf! Sem er alveg glötuð þróun! Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni. Alltof mikið af fólki stundar kynlíf sem það hefur ekki áhuga á.Vísir/Getty Nú veit ég ekki nægilega mikið um þann sem sendi inn þessa spurningu en það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Ég velti fyrir mér spurningum eins og hversu mikla kynlöngun varstu með áður? Hefur hún breyst eða hefur þú alltaf verið með litla löngun? Truflar það þig að kynlöngun þín hefur breyst? Sum upplifa aldrei eða mjög sjaldan löngun í kynlíf, sem er algjörlega eðlilegt fyrir þau. Til að kynna sér það nánar mæli ég með því að lesa sig til um eikynhneigð. Það er líka eðlilegt að kynlöngun sé mismikil á ólíkum tímabilum. Þegar við erum að ganga í gegnum breytingar sem einkennast af mikilli streitu, eins og atvinnuleysi, barneignir, breytingaskeiðið eða bara gamla góða skammdegisþunglyndið, er ekki óalgengt að finna sjaldnar fyrir greddu! Líðan, streita, áföll, líkamsímynd og sambandsánægja eru allt breytur sem hafa líka áhrif á kynlöngun. Þú ert alls ekki ein um það! En hvað er til ráða? Í fyrsta lagi ef þér finnst þú þurfa að stunda kynlíf, til þess að tryggja það að maki haldi ekki framhjá þér, þá hljómar það eins og þú upplifir ekki nægt öryggi í þínu sambandi. Öryggi, vellíðan og traust eru auðvitað lykilþættir í heilbrigðu sambandi. Stundum getur líka verið að allskonar kvíðahugsanir séu þvælast fyrir okkur og það er mikilvægt að ræða þennan ótta frekar en að láta hann stjórna! Gott væri að ræða saman eða skrifast á, hvernig sem ykkur finnst best að tala saman. Skoðið það hvernig ykkur líður með að stunda sjaldnar kynlíf eða það að annar aðilinn sé ekki að finna fyrir mikilli löngun? Hvernig líður ykkur með það kynlíf sem þið hafið verið að stunda? Og kannski lykilspurningin.. af hverju stundar þú kynlíf? Gott er að huga að öllu sem kemur að heilsunni.Vísir/Getty Til að byggja upp löngun í kynlíf er gott að huga að öllu því sem viðkemur almennri heilsu. Hvet ég þig til að bæta eigin líðan, reyna að draga úr streitu og passa vel upp á svefn, næringu og hreyfingu. Því jú kynheilsa er hluti af almennri heilsu. Að kveikja í eigin kynlöngun er eitthvað sem þú gerir fyrir þig! Ferðalagið þangað felst í mörgum litlum skrefum frekar en einu stóru. Byrjaðu á því að setja fókus á unað í daglegu lífi. Lokaðu augunum í sturtu og njóttu þess að finna fyrir heita vatninu. Borðaðu matinn þinn hægar og taktu vel eftir því hvernig bragðið, lyktin og áferðin er. Næst þegar þú ert að bera á þig krem, hægðu á þér og leyfðu þér að finna fyrir því hvernig húðin bregst við. Gerðu ánægjulega hluti, bara fyrir þig! Útivist, vinir, tónlist, dans, jóga, sköpun.. það skiptir ekki máli hvað það er svo lengi sem þú nýtur þess! Síðan er vert að skoða, hvað kveikir í þér? Byrjaðu að taka eftir því hvenær þú finnur fyrir löngun eða leyfðu þér að kynnast því sem kveikir á þinni kynlöngun. Sjálfsfróun er síðan frábær leið til að prófa sig áfram! Og já, það má fróa sér þó þú sért í langtímasambandi og þó svo að þið séuð sjaldnar að stunda kynlíf en áður! Gangi þér vel <3
Kynlífið með Aldísi, sálfræðingi og kynlífsráðgjafa, er nýr vikulegur liður á Vísi. Í honum fræðir Aldís lesendur um kynlíf og svarar spurningum frá lesendum. Ef þú vilt senda Aldísi spurningu er hægt að finna spurningaform neðst í greininni.
Kynlífið með Aldísi Kynlíf Tengdar fréttir „Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00 Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01 Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
„Æsandi að hugsa til þess að annar maður horfi á“ Spurning barst frá lesenda svo hljóðandi: „Er óeðlilegt að mér finnist æsandi að hugsa um mig með manninum mínum í kynlífi með öðrum manni að horfa á?“ 24. september 2024 20:00
Ein lausn er að liggja hlið við hlið og fróa sér Jæja haustið er komið, rútínan mætt og foreldrar landsins fagna. Eitt af því sem ég heyri frá foreldrum er að sumarið sé tími sem einkennist af mjög mörgu… öðru en kynlífi. Þannig að kannski má segja að sumarið sé ekki alltaf tíminn! 17. september 2024 20:01