Í beinni þegar tilkynnt var að hann væri rekinn Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2024 07:32 David Nielsen var í beinni útsendingu þegar Lilleström tilkynnti opinberlega um brottreksturinn. Skjáskot/TV2 Danski fótboltaþjálfarinn David Nielsen var í þriðja sinn á þessu ári rekinn úr starfi í gær, þegar forráðamenn norska félagsins Lilleström ákváðu að láta hann fara. Hann var í beinni útsendingu þegar greint var frá brottrekstrinum. „Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström. Norski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira
„Já, ég var að sjá þetta hérna í símanum,“ sagði Nielsen í beinni útsendingu TV 2 í Danmörku, en hann var þar sem sérfræðingur vegna leiks Bröndby og Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni. Þáttastjórnandinn Camilla Martin tók eftir því að Nielsen hafði verið að kíkja í símann, og komst að því að Lilleström hefði rekið hann. Það var þó ekki svo að Nielsen hefði sjálfur fengið fréttirnar í beinni útsendingu. „Ég fékk hringingu fyrr í dag. Við erum í mjög sérstakri stöðu. Við misstum dampinn, og svo erum við búnir að tapa núna 5-0 og 4-1. Svo svona er þetta. Þetta urðu bara fjórir leikir,“ sagði Nielsen. Absurde scener.«David, du har stået med din telefon. Jeg har fået vite at du har blivet fyret”«Ja, det har jeg også lige set her på telefonen…»Fikk klemt inn litt humor i en lite lystig situasjon😅 pic.twitter.com/vX5j3SuOv0— Kristoffer Tiller (@KriTiller) September 30, 2024 Nielsen stýrði sem sagt Lilleström aðeins í fjórum leikjum, eða í 35 daga, þar sem liðið tapaði þrisvar og gerði eitt jafntefli. Lilleström er neðst í norsku úrvalsdeildinni þegar sex umferðir eru eftir, en þó aðeins tveimur stigum frá næsta örugga sæti. Óhætt er að segja að Nielsen hafi átt erfitt uppdráttar sem þjálfari á þessu ári. Hann tók við Kifisia í grísku úrvalsdeildinni í desember á síðasta ári en var svo rekinn sex vikum síðar. Þá tók hann við Lyngby í mars eftir að arftaki Freys Alexanderssonar, Magne Hoseth, var rekinn en var svo látinn fara í júní þegar tímabilinu í Danmörku lauk. Dag-Eilev Fagermo, fyrrverandi þjálfari Vålerenga, er nú tekinn við Lilleström.
Norski boltinn Mest lesið Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Fótbolti Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Fótbolti Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Íslenski boltinn Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Enski boltinn Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Enski boltinn Lýsir því hvernig Dahlmeier dó Sport Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Enski boltinn Gaf tannlækninum teinanna sína Fótbolti Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Enski boltinn Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Enski boltinn Fleiri fréttir Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Dönsk þrenna á Akureyri, dramatík í Víkinni og óheppni á Hlíðarenda Newcastle hafnar tilboði Liverpool Niko markahæstur og Gylfi stoðsendingahæstur í Sambandsdeildinni Fáránleg hegðun á Hlíðarenda: Plastglas í höfuð og miðfingur á loft Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Gaf tannlækninum teinanna sína Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Missti ömmu sína á sama degi og hún vann EM Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Allt liðið gekk út á völl í Súperman búningum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Mikil dramatík en verðskuldaður sigur“ „Heyri í mínum mönnum í FCK“ „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Sjá meira