Þetta staðfestir Hjördís Sigurbjartsdóttir aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í samtali við fréttastofu. Að öðru leyti kveðst hún ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið sem er í rannsókn.
Þannig liggur ekki fyrir að svo stöddu hvers konar vopni var beitt, hvar hugsanleg árás átti sér stað eða hvort einhver liggi undir grun. Málið var meðal þess sem greint var frá í dagbók lögreglu fyrir nóttina en tólf gistu fangageymslur á höfuðborgarsvæðinu í nótt.