„Sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. september 2024 12:30 Hilmar Árni var heiðraður fyrir leik Stjörnunnar og HK. Vísir/Diego Hilmar Árni Halldórsson, leikmaður Stjörnunnar í Bestu deild karla í knattspyrnu, lauk MA prófi í heimspeki frá Háskóla Íslands nú í sumar. Þrátt fyrir gríðarlega góðan árangur innan vallar þá eru aðrir hlutir honum efst í huga. Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5) Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira
Hilmar Árni hefur verið einn jafnbesti leikmaður efstu deildar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða knattmeðferð, er spyrnumaður góður og markheppinn. Á vef Knattspyrnusambands Íslands segir að hann hafi spilað 425 leiki og skorað 143 mörk, þar af 69 í efstu deild. Hann hefur spilað fjóra A-landsleiki og átta leiki fyrir yngri landslið Íslands. Á föstudaginn var, þann 27. september, birtist viðtal við Hilmar Árna á vefsíðu Háskóla Íslands þar sem hann fer yfir víðan völl og ræðir bæði heimspekina og fótboltann. „Að mínu mati erum við ekki með nægilega skýran fókus á því hvað við viljum fá út úr íþróttum, getum fengið út úr íþróttum og í mörgum tilvikum er ég sannfærður um að við séum að einblína á röngu hlutina,“ segir Hilmar Árni og heldur áfram. „Við þurfum að endurskoða gildismat samfélagsins og íþrótta, alltof mikill tími og orka fer í rökvæðingu umhverfis okkar í leit að næsta áfanga og ekkert svigrúm gefst til þess einfaldlega að vera.“ Hilmar Árni í leiknum gegn HK.Vísir/Diego „Ég sé íþróttir sem stórkostlegt tól til þess að rækta mannkosti okkar í vernduðu umhverfi og líður eins og við getum notað íþróttir mun betur en raun ber vitni,“ segir Hilmar einnig en í lokaverkefni sínu rýndi hann bæði í samfélagið og liðsíþróttir úr frá sjónarhóli austrænnar heimspeki. Afrakstur verkefnisins hyggst hann svo nýta áfram í þjálfun yngri flokka. „Í gegnum íþróttir getum við kennt manneskjum og mótað þær. Við getum skorað á gildismat samfélagsins í öruggu umhverfi, sem þó reynir sífellt á þig, og leiðrétt stefnuna. Við getum kennt börnum að þau séu hluti af heild, inni á vellinum og utan hans.“ „Íþróttafólk sem hefur náð uppljómun fagnar einstaklingsafrekum sínum að sjálfsögðu en býr einnig yfir þeirri auðmýkt að vita að það eru engin afrek sem eru einungis þeirra eigin. Það eru alltaf aðrir sem koma að og hjálpa.“ Hilmar Árni og félagar hans í Stjörnunni verða í eldlínunni á morgun, mánudag, þegar ÍA kemur í heimsókn í Bestu deild karla. Leikurinn hefst 19.15 og er sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að leik loknum er Stúkan á dagskrá þar sem farið verður yfir alla leiki helgarinnar. Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Efra umspil 14.00 FH - Breiðablik (Stöð 2 Sport) 19.15 Valur - Víkingur (Stöð 2 Sport) Neðra umspil 14.00 Vestri - HK (Stöð 2 Sport 5) 14.00 KR - Fram (Besta deildin 2) 17.00 Fylkir - KA (Stöð 2 Sport 5)
Fótbolti Stjarnan Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Bein útsending: Dregið í Evrópu- og Sambandsdeildina Fótbolti Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Enski boltinn Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Körfubolti Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Fótbolti Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Sport Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjá meira