KSÍ sækir um í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir næsta ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. september 2024 23:16 A-landslið kvenna er á leið á Evrópumótið sem fram fer í Sviss næsta sumar. Vísir/Anton Brink Knattspyrnusamband Íslands hefur lagt fram umsókn um úthlutun í Afrekssjóð ÍSÍ, Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, fyrir árið 2025. Frá þessu er greint á vef KSÍ. Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“ Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira
Í tilkynningu KSÍ segir að sambandið tefli fram landsliðum í öllum aldursflokkum, sem leika mikinn fjölda landsleikja yfir allt árið. Meðal verkefni á næsta ári er þátttaka A-landsliðs kvenna á lokakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Sviss. „Þátttaka í lokamóti A-landsliða er afar kostnaðarsöm og má nefna að á EM A-landsliða kvenna sem fram fór á Englandi sumarið 2022 voru gjöld umfram tekjur 52,2 milljónir króna,“ segir jafnframt. Þá kemur fram að reiknað sé með svipaðir fjárhagslegri niðurstöðu á EM 2025. „KSÍ fellur undir skilgreiningu „Afrekssérsambands“ samkvæmt skilgreiningu Afrekssjóðs ÍSÍ ásamt 21 öðru sérsambandi sem á aðild að ÍSÍ. KSÍ hefur lagt fram umsókn um úthlutun úr Afrekssjóði ÍSÍ fyrir árið 2025.https://t.co/qHNun78TXv— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) September 27, 2024 KSÍ sótti ekki um fyrir árið 2024 þar sem sambandið hafði fengið þær upplýsingar að það myndi ekki fá úthlutun úr Afrekssjóðnum það árið. „Fyrir árið 2024 bárust Afrekssjóðnum umsóknir frá 32 samböndum og hlutu þau öll styrk vegna afreksíþróttastarfs og landsliðsverkefna. Alls var úthlutað rúmlega 512 milljónum króna fyrir það ár,“ segir á vef KSÍ. Á síðasta ári fór heildarfjöldi leikja landsliða á vegum KSÍ yfir hundrað. Sama ár var 127 milljón króna tap á rekstri sambandsins og þar vó aukinn kostnaður við landslið þungt. „Árangur kostar peninga og árangur U19 landsliða kvenna og karla, sem bæði léku í lokakeppni EM það ár, sem og þátttaka U20 kvenna í umspili um sæti í lokakeppni HM, svo dæmi séu nefnd, var kostnaðarsamur,“ segir einnig í tilkynningu KSÍ áður en vitnað var í reglugerð um Afrekssjóðinn þar sem segir: „Meginhlutverk Afrekssjóðs ÍSÍ er að styðja sérsambönd fjárhagslega og þar með íslenskt afreksíþróttafólk við að ná árangri í alþjóðlegri keppni.“ „Við úthlutun styrkja skal gæta jafnræðis, hlutlægni og gagnsæis.“ „KSÍ bindur miklar vonir um úthlutun Afrekssjóðs fyrir árið 2025.“
Fótbolti KSÍ ÍSÍ Landslið karla í fótbolta Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Sjá meira