Listamaðurinn Jón Gnarr hættir og pólitíkusinn tekur við Jón Þór Stefánsson skrifar 27. september 2024 16:57 Jón Gnarr bauð sig fram til forseta í vor. Vísir/Vilhelm Jón Gnarr, grínisti og fyrrverandi borgarstjóri, segist hafa lagt listamanninn Jón Gnarr á hilluna og nú sé hann að verða stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr. Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón. Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Í gær var greint frá því að Jón hygðist bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi þingkosningum. Hann ræddi um þessa breytingu í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. „Þetta gerðist nú bara nokkuð organískt. Nú er það ekkert launungamál að samstarfskona mín til margra ára, Heiða Kristín Helgadóttir, sem var með mér í Besta flokknum og líka í forsetaframboðinu, hefur verið hluti af Viðreisn. Mér fannst svo gaman í þessu forsetaframboði. Allt sem fól í sér að mæta í einhver viðtöl og ræða um einhverja hluti og ég fann að ég hafði ýmislegt um málefni að segja sem aðrir höfðu ekki. Svo fannst mér gaman að hitta fólk og tala við það. Þannig ég gat alveg hugsað mér að fara í einhverja pólitík.“ Jón segist hafa tekið kosningapróf fyrir síðustu kosningar og þar hafi hann komið út sem Viðreisnarmaður. „Ég var mest Viðreisn og minna eitthvað annað.“ Hann hafi farið að ræða um þetta við fólk og endað á að spyrja sig: „Af hverju ekki? Af hverju ætti ég ekki að prófa þetta?“ Mikil breyting Um sé að ræða mikla breytingu hjá Jóni sem segist ætla að hætta að starfa sem listamaður, nema kannski í hliðarverkefnum. „Ég er svoldið bara að hætta að starfa sem listamaðurinn Jón Gnarr og verða pólitíkusinn Jón Gnarr, sem kannski starfar eitthvað í listum til hliðar eftir því sem tækifæri gefast. Þetta er mikil kúvending og ég er að taka þessu af fullri alvöru.“ Jón segist brenna mikið fyrir menntamálum. Hann vilji berjast fyrir því að börnum og ungmennum líði vel í skóla og að þau nái árangri. Jafnframt segir hann mikilvægt að auðlindir landsins eigi að vera í þjóðareign. „Þetta á ekki að vera peningavél fyrir fáa útvalda, heldur til þess gert að halda uppi innviðum samfélagsins. Mér finnst það orðið lífsnauðsynlegt.“ Þá vill Jón fá að kjósa um inngöngu í Evrópusambandið. Honum segist sárna að það hafi ekki gerst. Hann segist sjá mörg tækifæri í kvikmynda- og sjónvarpsframleiðslu á Íslandi sem ekki sé verið að nýta, og telur að það myndi hjálpa að hafa hans reynslu af þeim bransa í stjórnkerfinu. Hvað um Tvíhöfða? En það eru eflaust margir sem spyrja hvað verður um Tvíhöfða? „Ég veit ekkert hvað verður um Tvíhöfða. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að Tvíhöfði haldi áfram þó að ég sé þingmaður. Ég held að það gæti orðið flóknara ef ég verð ráðherra,“ segir Jón.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Reykjavík síðdegis Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Sjá meira
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent