Marta hafnar því alfarið að hafa ítrekað sest í stól Hildar Jakob Bjarnar skrifar 27. september 2024 15:46 Ólaf Skaftadóttir hafði sérkennilega sögu að segja af viðskiptum borgarfulltrúanna Mörtu Guðjónsdóttur og Hildar Björnsdóttur. Sem vísar til klofnings í borgarstjórnarflokknum. Marta segir þetta uppspuna sem fái engan veginn staðist. vísir Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks segir frásögn af því að hún hafi lagt undir sig sæti Hildar Björnsdóttur í Ráðhúsinu uppspuna og fjarstæðu, bull og firru. Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar. Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira
Ólöf Skaftadóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og mágkona Hildar Björnsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins í borginni, er með hlaðvarp ásamt Kristínu Gunnarsdóttur hönnuði sem þær kalla Komið gott. Í nýjasta þætti segir Ólöf sérkennilega sögu af köldu stríði þeirra Mörtu og Hildar. Sem sagt þá að Marta hafi, á síðasta kjörtímabili, stundað það að skipta um miða á stól sem merktur var Hildi og þá sest í sæti Hildar. Sem mátti þá gera sér að góðu að sitja á öðrum bekk. „Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Frásögnin tengist því að svo virðist sem borgarstjórnarminnihlutinn er klofinn í afstöðu sinni til samgöngusáttmálans og Borgarlínu. Varamaður Hildar greiddi atkvæði með samgöngusáttmála við afgreiðslu málsins á meðan aðrir greiddu atkvæði á móti auk þess sem einn sat hjá. Eða með orðum Ólafar í hlaðvarpinu: „Það var sem sagt búið að merkja henni sæti í fremstu röð við hliðina á Eyþóri. Hildur mætir á fundinn. Þá situr Marta í sætinu hennar og nafnið hennar komið á sæti fyrir aftan,“ segir Ólöf og heldur áfram: „Hildur vissi alveg að hún átti að sitja þar, en svo gerist þetta aftur. Hildur vill ekki vera með neitt uppistand en spyr á skrifstofu borgarstjórnar hvernig þetta sé eiginlega með sætin? Og þá kemur í ljós að þau eru búin að líma skilmerkilega merkimiða, Hildur Björnsdóttir, og þetta sé sæti Hildar. Á fremstu röð. Þá hafði Marta mætt snemma og plokkað af miðana.“ Og enn gerist þetta á þriðja fundi. „Aftur er Marta búin að rífa af merkið hennar. Hildur spyr: Marta, getur verið að þú sért í sætinu mínu? Og þá svaraði Marta: Bíddu, skiptir einhverju máli hvar maður situr?“ Katrín Atladóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist í færslu á X staðfesta allt sem komi fram í þættinum um fyrrverandi félaga sína í borginni. https://t.co/g8srQYLu5JStaðfesti allt sem er hér sagt um mína fyrrum kollega— Katrín Atladóttir (@katrinat) September 25, 2024 „Ertu að grínast?“ Vísir bar þessa frásögn undir Mörtu og hún kom af fjöllum: „Ertu að grínast? Fyrir það fyrsta eru stólar ekki merktir með límmiðum. Í borgarstjórnarsalnum er okkur úthlutað sætum og hver situr í sínum sætum. Þetta er algerlega úr lausu lofti gripið. Þetta er svo barnalegt að ég hef ekki heyrt annað eins,“ segir Marta sem segist ekki vita hvort hún eigi að hlæja eða gráta. „Ég vísa þessu algerlega á bug.“ Marta segist engin svör hafa við spurningum um hvort ágreiningur sé milli hennar og Hildar, borgarfulltrúar ræði ekki opinberlega það sem fram fari á trúnaðarfundum flokksins. Ekki náðist í Hildi við vinnslu fréttarinnar.
Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Sjá meira