Má ekki eyða myndböndum sem mátti ekki taka Árni Sæberg skrifar 27. september 2024 11:18 Fiskistofa notar reglulega dróna til að fylgjast með sjófarendum. Það má núna en mátti ekki fyrir lagabreytingu. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Sigurjón Fiskistofa braut persónuverndarlög með því að taka upp myndbönd af tveimur veiðiferðum fiskiskips með dróna. Reglur um opinber skjalasöfn koma þó í veg fyrir að Fiskistofa megi eyða myndböndunum. Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra. Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Þetta segir í úrskurði Persónuverndar um kvörtun yfir vinnslu persónuupplýsinga af hálfu Fiskistofu frá tveimur sjómönnum sem voru við störf á skipinu þegar myndböndin voru tekin. Þar segir að kvartað hafi verið yfir að Fiskistofa hafi fylgst með veiðum fiskiskipsins og notað við það dróna með myndavél. Jafnframt hafi verið gerð krafa um að Persónuvernd legði fyrir Fiskistofu að eyða umræddum myndbandsupptökum. Niðurstaða Persónuverndar hafi verið að vinnsla Fiskistofu á persónuupplýsingum kvartenda hafi ekki grundvallast á vinnsluheimild. Þá samrýmdist hún hvorki meginreglu persónuverndarlaganna um gagnsæi né reglum um fræðsluskyldu. Lögunum breytt svo Fiskistofa má halda áfram Með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á gildandi rétti og heimildum Fiskistofu til vinnslu persónuupplýsinga hafi þó ekki þótt tilefni til að beina fyrirmælum til Fiskistofu í úrskurðinum. Breytingar voru gerðar á lögum um Fiskistofu árið 2022 sem heimila eftirlitsmönnum Fiskistofu að nota fjarstýrð loftför í eftirlitsstörfum sínum sem eru búin myndavélum til upptöku eða annan fjarstýrðan búnað sem getur safnað upplýsingum. Þá er Fiskistofu nú heimilt að vinna upplýsingar sem þannig er aflað í eftirlitstilgangi eða til söfnunar, úrvinnslu og útgáfu upplýsinga á sviði sjávarútvegsmála í samræmi við hlutverk stofnunarinnar. Bannað að eyða Þá hafi það einnig verið niðurstaða Persónuverndar að Fiskistofu væri óheimilt að eyða myndbandsupptökunum úr málaskrá sinni samkvæmt reglum um opinber skjalasöfn. Persónuvernd hafi því talið Fiskistofu heimilt að varðveita gögnin nema Þjóðskjalasafn Íslands veitti heimild fyrir eyðingu þeirra.
Sjávarútvegur Persónuvernd Tengdar fréttir Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Togarar staðnir að brottkasti: Fiskistofa segir þörf á úrbótum Frá því Fiskistofa hóf að nota dróna við veiðieftirlit í janúar hefur brottkastsmálum fjölgað mikið. Þetta segir sviðsstjóri stofnunarinnar. Þrátt fyrir að fáar eftirlitsferðir á togaramið hafi togarar þegar orðið uppvísir að brottkasti. 19. júlí 2021 13:01