Þetta er meðal þess sem kemur fram í yfirliti lögreglu yfir verkefni næturinnar.
Lögregla var einnig með eftirlit í miðborginni og Vesturbæ, þar sem nokkrir voru sektaðir fyrir að aka gegn rauðu ljósi, tala í farsíma við akstur eða aka án ökuréttinda.
Þá voru einnig höfð afskipti af ungmenni á bifhjóli sem var bæði án hjálms og réttinda. Málið var unnið í samvinnu við foreldra.
Lögreglu bárust einnig tilkynningar um þjófnaði í verslunum í póstnúmerunum 110 og 210.