Vilja að takmarkanir á starfsmannaleigur verði skoðaðar Bjarki Sigurðsson skrifar 26. september 2024 11:20 Saga Kjartansdóttir, lögfræðingur hjá vinnueftirliti ASÍ. Vísir/Egill Sérfræðingur hjá ASÍ vill skoða hvort takmarka eigi starfsemi starfsmannaleiga. Starfsmenn leiganna séu of útsettir fyrir mansali þótt að alls ekki allar starfsmannaleigur gerist sekar um vinnumansal. Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali. Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira
Á síðustu mánuðum hafa komið upp nokkur aðskilin mansalsmál á Íslandi, meðal annars tengd viðskiptaveldi Quangs Le og Gríska húsinu. Á þessu tímabili hefur verið átak innan verkalýðshreyfingarinnar og lögreglunnar hvað varðar mansal. Samtök atvinnulífsins hafa bæst í hópinn og halda í dag ráðstefnu ásamt ASÍ um vinnumansal á Íslandi. Rætt verður hvernig hægt er að koma í veg fyrir það, hvernig gengur að vernda þolendur og fleira. Saga Kjartansdóttir, sérfræðingur hjá ASÍ, segir starfsmenn í ákveðnum atvinnugreinum líklegri til að vera fórnarlömb vinnumansals en aðrir. „Við höfum áhyggjur af ræstingarfólki sem er mjög stór hópur en að einhverju leyti ósýnilegur og erfitt að hafa eftirlit með þeirra kjörum. Við höfum áhyggjur af umsækjendum um alþjóðlega vernd og fleiri hópum. Fólki sem kemur frá löndum utan EES sem eru hér þá á grundvelli vinnu og atvinnuleyfum,“ segir Saga. Þá séu starfsmenn starfsmannaleiga oft berskjaldaðir fyrir mansali. „Við auðvitað sjáum það í þeim málum sem koma á borð stéttarfélaganna að þetta módel, það eru hættur í því. Hætturnar felast kannski ekki síst í því að starfsmenn starfsmannaleiga, sem eru oft frá Austur-Evrópu og Eystrasaltsríkjunum, eru mjög upp á sína atvinnurekendur komnir. Oft með húsnæði og það er mikil notkun frádráttar á launum,“ segir Saga. Þetta sé mynstur hjá ýmsum starfsmannaleigum, þó ekki öllum. ASÍ vilji skoða takmarkanir á starfsemi starfsmannaleiga. „Það er þetta módel sem við höfum áhyggjur af og þess vegna viljum við skoða einhverjar leiðir til að takmarka starfsemi af þessu tagi,“ segir Saga. Vegna fundarins sendu ASÍ og SA frá sér sameiginlega yfirlýsingu í baráttunni gegn vinnumansali. Félögin lýsa yfir áhyggjum sínum af því að það geti þrifist hér á landi. „Áhyggjur ASÍ og SA lúta ekki síst að stöðu erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði enda sýna dæmin bæði hérlendis og erlendis að einstaklingar í viðkvæmri stöðu sem hafa lagt mikið á sig og flutt um langan veg í leit að betra lífi eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir vinnumansali. Sameiginlegir hagsmunir allra eru að tryggja heilbrigðan vinnumarkað sem tekur vel á móti því fólki sem hingað kemur til að vinna,“ segir í yfirlýsingunni. Félögin vilja að stjórnvöld grípi til nokkurra aðgerða sem allra allra fyrst. Lesa má þær hér fyrir neðan. Tryggð verði aðgerðaáætlun sem tekur sérstaklega til vinnumansals, þá sérstaklega viðbragðs- og eftirlitskerfis enda til lítils að sinna eftirliti ef niðurstaða fyrir þolendur er jafn slæm eða verri en var meðan á vinnumansalinu stóð. Þolendum vinnumansals verði tryggð nauðsynleg félagsleg úrræði, eftir atvikum. Koma þarf upp sérstöku ferli til að bera kennsl á þolendur vinnumansals. Tryggja þarf fullnægjandi þekkingu á málaflokknum í réttarkerfinu og forgangsraða fræðslunni til að geta betur sinnt málaflokknum. Enda eru slík mál alla jafna flókin og viðkvæm bæði í rannsókn og saksókn. Lög um atvinnuréttindi útlendinga verði endurskoðuð og eftir atvikum lögum um útlendinga í því augnamiði að takmarka líkur á vinnumansali.
Mansal Vinnumarkaður Lögreglumál Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Sjá meira