Jón Gnarr skráður í Viðreisn og ætlar á Alþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. september 2024 10:23 Jón Gnarr greiðir atkvæði í forsetakosningunum þann 1. júní síðastliðinn. Vísir/Anton Brink Jón Gnarr ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Viðreisn í komandi Alþingiskosningum. Þetta herma heimildir Vísis. Jón hefur skráð sig í flokkinn sem heldur haustþing um helgina. Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar. Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu ætlar Jón að mæta á fundinn sem fram fer í Hlégarði í Mosfellsbæ á laugardaginn. Jón Gnarr er búsettur í gamla vesturbænum í Reykjavík og má telja líklegt að hann bjóði fram í Reykjavíkurkjördæmi norður hljóti hann náð nýrra flokksfélaga sinna. Flokkurinn fékk fimm þingmenn í síðustu kosningum og tvo í Reykjavík. Hönnu Katrínu Friðriksson í Reykjavíkurkjördæmi suður og Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viðreisn mældist með 11,3 prósent í síðustu skoðanakönnun Maskínu. Flokkurinn fékk 8,4 prósenta fylgi í kosningunum 2021. Að óbreyttu verður kosið til Alþingis haustið 2025. Jón Gnarr er 57 ára leikari og útvarpsmaður sem bauð fram í borgarstjórnarkosningunum 2010 fyrir Besta flokkinn sem var stofnaður ári fyrr. Flokkurinn vann mikinn kosningasigur og varð Jón borgarstjóri til ársins 2014. Þá kvaddi flokkurinn pólitíska sviðið en sumir borgarfulltrúar sneru sér að þingmennsku fyrir Bjarta framtíð. Jón gekk í raðir Samfylkingarinnar árið 2017. „Mér líst bara rosalega vel á Samfylkinguna. Mér finnst þetta mjög spennandi frambjóðendur og það er mikið af nýju fólki,“ sagði Jón á þeim tímapunkti. Hann útilokaði ekki störf fyrir flokkinn á þeim tímapunkti. Jón bauð svo fram krafta sína til embættis forseta Íslands í vor. Hann hlaut 10,1 prósent fylgi og endaði í fjórða sæti frambjóðenda. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.
Viðreisn Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira