Manndráp oftast illa skipulögð og sjaldnast mikil ráðgáta Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2024 09:01 Helgi Gunnlaugsson er afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Sigurjón Beiting eggvopna, kyrkingar og barsmíðar eru algengustu verknaðaraðferðirnar í manndrápum hér á landi. Oft eiga gerendur ofbeldis- eða brotasögu að baki áður en þeir fremja manndráp, sem eru sjaldnast vel skipulögð. Karlar eru í miklum meirihluta gerenda og fórnarlamba í manndrápsmálum. Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“ Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira
Þetta kemur fram í svari Helga Gunnlaugssonar, prófessors í félagsfræði við Háskóla Íslands, á Vísindavefnum. Spurt var: „Hverjir fremja morð og er það rétt að gerendur í morðmálum séu nær alltaf tengdir þeim sem þeir myrða?“ Karlar meirihluti gerenda og fórnarlamba „En hver er félagslegur veruleiki manndrápa? Yfir 80 prósent gerenda hér á landi eru karlar og þolendur mestmegnis karlar líka eða um 75 prósent. Að konur drepi eða séu drepnar er því mun fátíðara. Oftast eru tengsl milli gerenda og þolenda, fjölskyldutengsl, vina- eða kunningjatengsl, vinnufélagar. Manndráp alls ókunnugra aðila eru mun sjaldgæfari eða innan við 20 prósent allra manndrápa,“ skrifar Helgi. Hann bætir við að mynstrið erlendis væri ekki ósvipað því sem er uppi hér á landi. Í öðru svari Helga við spurningu um fjölda manndápa á Íslandi kom fram að frá aldamótum til dagsins í dag hefðu 60 manndrápsmál verið skráð hjá lögreglu, eða 3,6 að meðaltali á ári. Sjaldnast mikil ráðgáta hver var að verki „Algengasta verknaðaraðferðin á Íslandi eru eggvopn eins og hnífur; kyrking; barsmíðar. Skotvopn koma við sögu, samt ekki eins algeng. Gerendur eiga oft einhverja afbrota- eða ofbeldissögu að baki, stríða stundum við félagslegar eða persónulegar áskoranir, en fremja sjaldan annað manndráp þegar þeir losna.“ Manndrápin séu sjaldnast skipulögð með löngum fyrirvara, séu oft tengd áfengi og vímuefnum, ágreiningi og uppgjöri sem endi í harmleik. „Oft ekki mikil ráðgáta hver framdi verknaðinn, gerandinn tilkynnir jafnvel stundum drápið, þótt rannsókn lögreglu geti verið umfangsmikil.“ Rauðagerðismálið sker sig úr Helgi segir manndráp sem skeri sig frá ofangreindu mynstri oft vekja mikla athygli og ugg í samfélaginu, og nefnir sérstaklega Rauðagerðismálið frá árinu 2021 sem gott dæmi um slíkt. „Það var ásetningsmorð sem bar öll einkenni skipulagðrar alþjóðlegrar brotastarfsemi. Umfangsmikla og faglega rannsóknarvinnu lögreglu þurfti til að leysa það mál.“
Lögreglumál Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Sjá meira