Íslenskt hugvit á að umbylta golfheiminum Valur Páll Eiríksson skrifar 26. september 2024 08:03 Starfsfólk Elvu Golf sem hefur þróað greiningarkerfi sem erþað fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Vísir/Einar Fyrirtækið Elva Golf hefur hannað golfgreiningartæki sem er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Því hefur verið komið upp í golfhermi í skála GKG í Kópavogi. Vonast er til að það umbylti golfþjálfun. Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan. Nýsköpun Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Hjá fyrirtækinu koma saman sérfræðingar í golfi, verkfræði, gervigreind og tölvunarfræði til að setja saman greiningartækið sem samanstendur í grunninn af sex myndavélum, tölvu og spjaldtölvu, sem tengd er við golfhermi. Þrívíddarmyndavélakerfið greinir sveiflu kylfings og sendir fleiri gígabæt gagna í tölvu þar sem hægt er að greina hvert einasta smáatriði sveiflunnar niður í minnstu öreindir aðeins örfáum sekúndum eftir að bolti hefur verið sleginn. En í hverju felst nýjungin? „Við þurfum ekki lengur að hafa merki eða skynjara á líkamanum. En maður getur fengið alvöru þrívíddar-hreyfingarmælingu,“ segir Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur. „Hugmyndin er að gera allt ferlið einfaldara fyrir kylfinginn svo að hann geti fengið rétt viðbrögð varðandi þróun sveiflunnar. Þess vegna er hægt að rekja breytingar. Í staðinn fyrir að segja: Þetta lítur betur út, getur maður sagt: Já, þetta er betra,“ bætir Neal við. Dr. Robert Neal, meðstofnandi ELVA og lífaflfræðingur.Vísir/Einar Þægindin séu því meiri. Ekki þurfi að festa skynjara á líkamann til að greina líkamsstöðu og þá fást gríðarmiklar upplýsingar á örskömmum tíma eftir högg. „Þetta tók um 10 til 15 sekúndur og það fást mjög góðar upplýsingar, líkt og staða boltans, sem er mikilvægt fyrir bæði byrjendur og lengra komn að vera alltaf með sömu stöðu (gagnvart kúlunni)“ segir Grétar Eiríksson, meðstofnandi og PGA kennari, sem sýndi fréttamanni hvernig greiningarvinnan virkar. Auk þess að greina þá upphafsstöðu greinir ELVA þúsundi smáatriða eftir að kúlan er slegin. Sveiflunni er skipt í tíu meginhluta frá upphafsstöðu kylfings þar til kylfan er komin upp að sveiflu lokinni. Þar er hægt að líta til stöðu handa, mjaðma, höfuðs og fleira. „Svo er hægt að sjá myndband og þú getur fundið hvern þann stað sem þú vilt skoða betur og hægt að sjá ramma fyrir ramma, hvar þú vilt gera betur,“ segir Grétar. Hér má sjá þau sex sjónarhorn sem myndavélakerfi ELVA nýtir til greiningar á kylfingi. Litið er til beggja handa og fóta, mjaðma og höfuðs, auk kylfunnar.ELVA Golf Andri Ágústsson, sem er golfkennari hjá Golklúbbi Mosfellsbæjar, hefur fengið að kynnast ELVA-kerfinu undanfarna daga. „Þessi græja getur veitt okkur þær upplýsingar um af hverju kylfan er að gera það sem hún er að gera og sýnt hvernig við getum sveiflað á heilbrigðari hátt. Græjan segir manni hvort maður er að gera eitthvað rétt eða ekki,“ segir Andri. En gerir þetta starf golfkennara ekki hálf úrelt? „Nei, þetta gerir okkur bara betri.“ Hvergi til annars staðar Mikil þróun hefur verið á greiningarvinnu tengdri golfi á undanförnum árum en ekki er til neitt í líkingu við ELVU, sem verkar bæði án allra skynjara og veitir svo hraða endurgjöf. Menn vonast til að um sé að ræða umbyltingu í golfþjálfun. „Þetta er eina græjan þar sem þú getur labbað á mottuna, slegið, og svo bara bíðuru í nokkrar sekúndur og færð niðurstöðu. Þetta er hvergi til annars staðar,“ segir Arnar Már Ólafsson, meðstofnandi og golfkennari hjá GKG. Fréttina má sjá í spilaranum að ofan.
Nýsköpun Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn
Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn Íslenski boltinn