Útiloka ekki kosningar í vor Bjarki Sigurðsson skrifar 25. september 2024 11:58 Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, og Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Þingflokksformenn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks útiloka ekki vorkosningar þó þær hafi ekki verið ræddar innan flokkanna. Eini frambjóðandinn til formannssætis Vinstri grænna vill kosningar í vor frekar en í haust. Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg. Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira
Í gær tilkynnti Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra að hún ætli að gefa kost á sér til formanns Vinstri grænna. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, sem hefur verið formaður eftir að Katrín Jakobsdóttir hætti formennsku til að fara í forsetaframboð, ætlar ekki á móti Svandísi en sækist eftir varaformannssætinu. Engin mótframboð hafa komið fram en nýr formaður flokksins verður kjörinn á landsfundi eftir rúma viku. Svandís sagði við fréttastofu í gær að hún vilji kosningar í vor frekar en næsta haust eins og dagskráin er. Nýhafinn þingvetur ætti að vera sá síðasti og fólk ætti að setja sig í stellingar fyrir þingkosningar. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir ekkert útilokað að það verði kosið fyrr. Það ráðist fyrst og fremst á því hvernig ríkisstjórninni gangi að klára sín verkefni. „Ég held það sé rétt að flokkarnir vinni sína vinnum, svo skulum við sjá hvernig hún mun ganga. Þessi ákvörðun mun vera tekin með hliðsjón af því. En enn sem komið er er það þannig að þó að kjörtímabilið er fram á næsta haust þá er í mínum huga ekkert heilagt í þeim efnum,“ segir Hildur. Flokkurinn sé þó undirbúinn í allt. „Sjálfstæðismenn eru alltaf tilbúnir í kosningar,“ segir Hildur. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, segist vænta þess að ríkisstjórnin taki samtal um vorkosningar eftir þessi orð Svandísar. „Í okkar huga þá er kannski eðlilegt að taka þetta samtal fyrst innan ríkisstjórnarinnar. Það er svona eðlilegt fyrsta skref. En við erum alveg opin fyrir samtalinu og það gerist örugglega bara í framhaldinu síðan,“ segir Ingibjörg. „En kjörtímabilið er fjögur ár. Það er það sem við höfum verið að horfa á þangað til og ef að annað er ákveðið. Við skulum bara sjá hvernig næstu dagar og vikur munu þróast í tengslum við þetta mál,“ segir Ingibjörg.
Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Vinstri græn Alþingi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Fleiri fréttir Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Sjá meira