Skerða orku til stórnotenda Samúel Karl Ólason skrifar 24. september 2024 16:02 Forsvarsmenn Landsvirkjunar segja að ekki þyrfti að skerða orku til stórnotenda á suðvesturhorninu ef flutningskerfið væri betra og benda á yfirflæði úr Hálslóni. Vísir/Vilhelm Orka verður skert til stórnotenda á suðvesturhluta landsins. Skerðingarnar eiga að hefjast þann 24. október, nema eitthvað breytist, og eru þær tilkomnar vegna slæmrar stöðu miðlunarlóna á Þjórsársvæðinu. Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að forgangsorka verði ekki skert, heldur sé verið að skerða orku sem búið sé að semja við viðskiptavini um að megi skerða þegar staða miðlunarlóna sé lág. Staðið verði við alla samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og heildsölu. Þar segir einnig að staðan hafi verið svipuð á undanförnum árum og þó vætusamt hafi verið á láglendi í sumar, hafi staðan verið önnur á hálendinu. Þar hafi verið þurrt og kalt og þá sérstaklega í júní og ágúst, svo jöklar hafi lítið bráðnað. Verði haustið úrkomusamt gæti staðan skánað og enn er óljóst hver þróunin verði á næstu vikum. Grunnvatnsstaða Tungnaár er sögð í sögulegu lágmarki og mun það hafa áhrif á rennsli árinnar á komandi vetri. Í áðurnefndri tilkynningu segir einnig að ekki hefði þurft að koma til þessarar skerðingar ef flutningskerfið gerði Landsvirkjun kleift að færa nægilega orku milli landshluta. Hálslón við Kárahnjúka sé til dæmis á yfirfalli. Þá hefði líklega ekki þurft að skerða orkuna ef vindorkuverið við Vaðöldu væri komið í gang. Vonast sé til að svo verði undir árslok árið 2026. „Forgangsröðun Landsvirkjunar er sú að megináhersla er lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera um 50% til þess að fasa út rafmyntir og gert samning við fjarvarmaveitur um forgangsorku sem kemur í veg fyrir olíunotkun á skerðingatímabilinu,“ segir í tilkynningunni. Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Í tilkynningu frá Landsvirkjun segir að forgangsorka verði ekki skert, heldur sé verið að skerða orku sem búið sé að semja við viðskiptavini um að megi skerða þegar staða miðlunarlóna sé lág. Staðið verði við alla samninga um afhendingu forgangsorku til stórnotenda og heildsölu. Þar segir einnig að staðan hafi verið svipuð á undanförnum árum og þó vætusamt hafi verið á láglendi í sumar, hafi staðan verið önnur á hálendinu. Þar hafi verið þurrt og kalt og þá sérstaklega í júní og ágúst, svo jöklar hafi lítið bráðnað. Verði haustið úrkomusamt gæti staðan skánað og enn er óljóst hver þróunin verði á næstu vikum. Grunnvatnsstaða Tungnaár er sögð í sögulegu lágmarki og mun það hafa áhrif á rennsli árinnar á komandi vetri. Í áðurnefndri tilkynningu segir einnig að ekki hefði þurft að koma til þessarar skerðingar ef flutningskerfið gerði Landsvirkjun kleift að færa nægilega orku milli landshluta. Hálslón við Kárahnjúka sé til dæmis á yfirfalli. Þá hefði líklega ekki þurft að skerða orkuna ef vindorkuverið við Vaðöldu væri komið í gang. Vonast sé til að svo verði undir árslok árið 2026. „Forgangsröðun Landsvirkjunar er sú að megináhersla er lögð á að anna eftirspurn eftir raforku til aukinnar almennrar notkunar í samfélaginu og til innlendra orkuskipta, til að styðja við aukna stafræna vegferð og nýsköpun og til að styðja við framþróun núverandi stórnotenda. Landsvirkjun hefur dregið úr sölu til gagnavera um 50% til þess að fasa út rafmyntir og gert samning við fjarvarmaveitur um forgangsorku sem kemur í veg fyrir olíunotkun á skerðingatímabilinu,“ segir í tilkynningunni.
Orkumál Landsvirkjun Tengdar fréttir Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Vinna málið saman og nýta greinargerð vegna fyrri umsóknar Oddvitar Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps eiga von á því að geta unnið umsókn Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá fljótt og örugglega. Stefnt er að því að sveitarfélögin afgreiði umsóknina á sama tíma. 20. september 2024 13:58