Miðflokkurinn marktækt stærri en Sjálfstæðisflokkurinn Heimir Már Pétursson skrifar 24. september 2024 18:32 Miðflokkurinn nýtur nú meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn því marktækur munur er á fylgi flokkanna samkvæmt könnun Maskínu. Grafík/Sara Miðflokkurinn heldur áfram að bæta við fylgi sitt og nýtur nú marktækt meira fylgis en Sjálfstæðisflokkurinn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Svandís Svavarsdóttir, sem tilkynnti framboð sitt til formanns Vinstri grænna í dag, telur eðlilegt að framtíð stjórnarsamstarfsins verði rædd á landsfundi hreyfingarinnar í næstu viku. Miðflokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun Maskínu í ágúst og mælist nú með 17 prósenta fylgi. Í kosningum gæti þetta fylgi tryggt flokknum tíu til ellefu þingmenn en hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli kannana og mælist nú með 13,4 prósent. Samfylkingin dalar um hálft prósentustig en mælist enn stærst með 25 prósent. Miðflokkurinn rúmlega þrefaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.Grafík/Sara Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins með 7,6 prósent. Viðreisn bætir hins vegar við sig og mælist með 11,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins. Flokkur fólksins bætir einnig við sig milli kannana og fengi nú 8,8 prósent og Píratar eru á svipuðum stað og áður með 8,5 prósent. Sósíalistaflokkurinn er við það að ná fulltrúum á þing með 4,7 prósent. Vinstri græn skrapa hins vegar botninn með 3,7 prósent. Flokkurinn myndi missa alla sína þingmenn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Svandís Svavarsdóttir stefnir að því að vera næsti formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.Stöð 2/Sigurjón „Já, hann er í klemmu. En við finnum fyrir því að það er aukin stemming núna. Við finnum það bæði í grasrótinni okkar í aðdraganda landsfundar. Þegar verið er að skrá sig til leiks á landsfundi. Það er mikill áhugi á því,“ segir Svandís sem greindi frá formannsframboði sínu í morgun fyrir landsfund flokksins í lok næstu viku. Hún reikni með að framhald stjórnarsamstarfsins verði rætt á landsfundinum. „Það væri náttúrlega furðulegt ef við tækjum það ekki meðal annars til umræðu. Vegna þess að við erum jú hreyfing sem er á ákveðnum tímamótum. Við þurfum að horfa inn á við. Við höfum talað fyrir því að horfa í ræturnar okkar og grunninn. Hvaðan við erum að koma og á hvaða erindi við eigum í stjórnmálum,“ segir innviðaráðherra. Síðasti þingveturinn Enn væru þó óafgreidd mál upp á borði ríkisstjórnarinnar. Til að mynda um breyting tiltekinna þátta í sjávarútvegi. „Að við fáum upp á borðið eignatengsl og hagsmunatengsl í sjávarútvegi og það verð gagnsætt. Það hefur verið ákveðið andóf við þá nálgun. Við viljum hækka veiðigjöld og leggja áherslu á vistkerfisnálgun þegar við erum að umgangast sjávarauðlindina.“ Kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera síðasti þingveturinn og við eigum að undirbúa okkur fyrir kosningar. Ég held að það sé eðli máls samkvæmt góður taktur i því að stefna að vorkosningum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Magnaður árangur „Þetta er alveg magnað,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins en rætt var við hann í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu hvetjandi en hann reyni samt að fylgja ekki könnunum í því sem hann gerir. Niðurstöðurnar sýni að það skili sér að halda áfram þó maður mæti mótlæti. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins um mögulega stjórnarmyndum að loknum kosningum, yrði niðurstaðan sú sem kemur fram í könnuninni. Hún segir flokkinn nú uppskera það sem hann hefur sáð síðustu ár. Þau tali fyrir fólki í viðkvæmri stöðu í samfélaginu. Hvað varðar kosningar næsta vor segir Sigmundur að hann hafi lengi spáð því fyrir að svo yrði. Inga segist búast við því sömuleiðis. Svandís sé að reyna að rífa upp fylgi flokksins en hún efist um að þeim takist það fyrir næstu kosningar. VG eigi stóran þátt í því hvernig staðan er í efnahagsmálum. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Miðflokkurinn bætir við sig tæpum tveimur prósentustigum frá síðustu könnun Maskínu í ágúst og mælist nú með 17 prósenta fylgi. Í kosningum gæti þetta fylgi tryggt flokknum tíu til ellefu þingmenn en hann fékk þrjá þingmenn kjörna í síðustu kosningum. Sjálfstæðisflokkurinn stendur nánast í stað milli kannana og mælist nú með 13,4 prósent. Samfylkingin dalar um hálft prósentustig en mælist enn stærst með 25 prósent. Miðflokkurinn rúmlega þrefaldað fylgi sitt frá kosningunum 2021 samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.Grafík/Sara Framsóknarflokkurinn mælist með aðeins með 7,6 prósent. Viðreisn bætir hins vegar við sig og mælist með 11,3 prósent. Ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Sjálfstæðisflokksins. Flokkur fólksins bætir einnig við sig milli kannana og fengi nú 8,8 prósent og Píratar eru á svipuðum stað og áður með 8,5 prósent. Sósíalistaflokkurinn er við það að ná fulltrúum á þing með 4,7 prósent. Vinstri græn skrapa hins vegar botninn með 3,7 prósent. Flokkurinn myndi missa alla sína þingmenn ef þetta yrði niðurstaða kosninga. Svandís Svavarsdóttir stefnir að því að vera næsti formaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.Stöð 2/Sigurjón „Já, hann er í klemmu. En við finnum fyrir því að það er aukin stemming núna. Við finnum það bæði í grasrótinni okkar í aðdraganda landsfundar. Þegar verið er að skrá sig til leiks á landsfundi. Það er mikill áhugi á því,“ segir Svandís sem greindi frá formannsframboði sínu í morgun fyrir landsfund flokksins í lok næstu viku. Hún reikni með að framhald stjórnarsamstarfsins verði rætt á landsfundinum. „Það væri náttúrlega furðulegt ef við tækjum það ekki meðal annars til umræðu. Vegna þess að við erum jú hreyfing sem er á ákveðnum tímamótum. Við þurfum að horfa inn á við. Við höfum talað fyrir því að horfa í ræturnar okkar og grunninn. Hvaðan við erum að koma og á hvaða erindi við eigum í stjórnmálum,“ segir innviðaráðherra. Síðasti þingveturinn Enn væru þó óafgreidd mál upp á borði ríkisstjórnarinnar. Til að mynda um breyting tiltekinna þátta í sjávarútvegi. „Að við fáum upp á borðið eignatengsl og hagsmunatengsl í sjávarútvegi og það verð gagnsætt. Það hefur verið ákveðið andóf við þá nálgun. Við viljum hækka veiðigjöld og leggja áherslu á vistkerfisnálgun þegar við erum að umgangast sjávarauðlindina.“ Kjörtímabilinu lýkur ekki formlega fyrr en 25. september á næsta ári. „Hins vegar er ég þeirrar skoðunar að þetta eigi að vera síðasti þingveturinn og við eigum að undirbúa okkur fyrir kosningar. Ég held að það sé eðli máls samkvæmt góður taktur i því að stefna að vorkosningum,“ segir Svandís Svavarsdóttir. Magnaður árangur „Þetta er alveg magnað,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins en rætt var við hann í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. Niðurstöður skoðanakönnunarinnar séu hvetjandi en hann reyni samt að fylgja ekki könnunum í því sem hann gerir. Niðurstöðurnar sýni að það skili sér að halda áfram þó maður mæti mótlæti. „Fæst orð bera minnsta ábyrgð,“ segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins um mögulega stjórnarmyndum að loknum kosningum, yrði niðurstaðan sú sem kemur fram í könnuninni. Hún segir flokkinn nú uppskera það sem hann hefur sáð síðustu ár. Þau tali fyrir fólki í viðkvæmri stöðu í samfélaginu. Hvað varðar kosningar næsta vor segir Sigmundur að hann hafi lengi spáð því fyrir að svo yrði. Inga segist búast við því sömuleiðis. Svandís sé að reyna að rífa upp fylgi flokksins en hún efist um að þeim takist það fyrir næstu kosningar. VG eigi stóran þátt í því hvernig staðan er í efnahagsmálum.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Skoðanakannanir Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Maður margra storma íhugar stöðu sína Bjarni Benediktsson hefur í fyrsta sinn opinberlega greint frá því að hann íhugi nú stöðu sína eftir fimmtán ár í formannsstóli Sjálfstæðisflokksins. Hann geri sér grein fyrir að dagur ákvörðunar renni upp innan hálfs árs, eða fyrir landsfund flokksins sem fram fer um mánaðamótin febrúar-mars á næsta ári. Ef til vill væri kominn tími til að hleypa nýju blóði inn í forystu flokksins. 21. september 2024 08:00