Næsta Evrópumót verður í Sviss næsta sumar og eru stelpurnar okkar í íslenska landsliðinu þegar búnar að tryggja sér sæti þar, með sigrunum frábæru gegn Þýskalandi og Austurríki í sumar.
Mótið í Sviss verður fimmta lokakeppni íslenska landsliðsins í röð og nú er mögulegt að sjötta mót þess verði í næsta nágrenni, eða í Svíþjóð og Danmörku.
„Í samvinnu við Dnamörku þá sjáum við möguleika á því að skipuleggja best sóttu lokakeppnina í sögu Evrópumóts kvenna,“ segir Fredrik Reinfeldt, formaður sænska knattspyrnusambandsins.
Í dag rennur út fresturinn til þess að sækjast eftir því að halda EM 2029. Samkvæmt frétt Aftonbladet hafa Portúgal og Pólland einnig sóst eftir því að halda mótið.
Eins og fyrr segir er næsta EM í Sviss 2025. HM 2027 verður svo í Brasilíu.