Hvað á ég að gera í því? María Rut Hinriksdóttir skrifar 22. september 2024 23:03 Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert. Meginstefið í samfélagsumræðunni er að við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar. Við erum sammála um að fræðsla og forvarnir virki. Hið opinbera þarf að bjóða upp á aðgengilega þjónustu fyrir ungmenni og ábyrgð foreldra er mikil. Það er öllu takmörk sett en þegar vandi steðjar að er best að öll hreyfiöfl nýti krafta sína í sameiningu í átt að farsælum lausnum. Hvert í sínum styrkleikum. Þorpið þarf að taka höndum saman svo samfélagið geti breyst til batnaðar; hið opinbera, þriðji geirinn, heimilin og nærsamfélagið allt. Það er mikilvægt að huga að því hvernig við tölum við ungmenni. Ekki bara heima fyrir. Hvernig samtal á samfélagið við ungmenni? Ábyrgð fjölmiðla og áhrifavalda er mikil. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um „vopnaburð ungmenna“. Ég hef frasann í gæsalöppum þar sem ég tel varhugavert að normalisera þessa nálgun á vandann sem blasir við. Hvert og eitt tilfelli er sérstakt og þarf að takast á við með einstaklingsbundinni nálgun. Það hvernig við sem samfélag tökum á og tölum um slík tilfelli skiptir máli. Þá er nauðsynlegt að ræða rót vandans sem blasir við en ekki hvernig einstaka tilfelli brýst út. Við verðum að vera tilbúin að uppræta rót vandans ef við viljum sjá einhvern árangur í vegferð samfélagsins að friðsamlegum samvistum. Ef börnin í aftursætinu heyra þennan frasa nógu oft, jafnvel án þess að skilja samhengið, þá síast inn hjá þeim að þetta sé eitthvað sem er hluti af samfélagsgerðinni. Þrátt fyrir að frasinn geti verið hentugur í fyrirsögn, samsett og lýsandi hugtök, er hann ekki vænlegur til árangurs í forvörnum eða sem viðbragð við vanlíðan ungmenna. Við erum öll sammála um að ofbeldi sé ekki í lagi. Unga fólkið okkar er að kljást við alls konar tilfinningar og leitar leiða til að vinna úr áföllum undanfarinna vikna. Ungmennin vilja taka þátt í forvarnarstarfi sem miðar að því að hörmungar endurtaki sig ekki. Þau grípa það sem áhrifavaldar segja og gera í þágu málstaðarins og meina vel. Þau nota þau verkfæri sem þeim eru gefin því þau vilja hafa áhrif á breytingu til batnaðar. En hvernig erum við sem samfélag að tjá okkur um andúð á ofbeldi og ætli þau sem eru í mestri hættu á að beita ofbeldi séu móttækileg fyrir skilaboðunum? Ef barn á leikskólaaldri meiðir annað barn, þykir það vænlegt til árangurs að kalla það aumingja? Nei. Af hverju ættu slík viðbrögð sem í eðli sínu eru neikvæð að hafa jákvæðar afleiðingar? Þau gera það ekki. Ekki á neinu aldursskeiði. Við þurfum að vera tilbúin að spegla reynsluheim ólíkra hópa og geta verið til staðar fyrir þá án þess að úthrópa fólk eða jaðarsetja það enn frekar. Þegar öll hoppa á vitlausan vagn sem verður of þungur til að snúa við, þá stefnum við öll í ranga átt Ef einstaklingur sem býr við ofbeldi hefur engan stað að leita á og engan til að tala við, er eðlilegt að hann leiti annarra verndandi leiða fyrir sjálfan sig í þeirri von um að koma í veg fyrir frekara ofbeldi (óháð því hvort svo verði raunin). Ef ungmenni vantar skjól og leiðbeiningar þá er ekki að furða að viðbrögð þeirra við mótlæti í lífinu séu á skjön við það sem við viljum meina að sé eðlilegt. Við, þorpið, getum beitt samveru og virkri hlustun í verkefninu sem framundan er við að bæta líðan unga fólksins í landinu. Við verðum að taka höndum saman og gefa okkur tíma til að hlusta og leggja okkar af mörkum. Það er það sem unga fólkið kallar eftir. Ég hef í gegnum tíðina kynnst fullt af frábæru fólki. Fólki sem er annt um samfélagið og samferðafólk sitt. Ég skora á ykkur að deila ykkar hugmyndum um hvernig best sé að byggja upp gott og heilbrigt samfélag. Við þurfum ekki að vera sammála um allt enda erum við enn sem samfélag að fikra okkur áfram í því sem við teljum að virki. Markmiðið hlýtur þó að vera það sama hjá okkur öllum. Við viljum búa í heilbrigðu og friðsamlegu samfélagi sem er þroskavænlegt fyrir okkur öll, fullorðin og börn. Snemmtæk íhlutun er lykillinn að því að koma í veg fyrir það sem annars yrði að vanda. Lágþröskuldaþjónusta er því gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni sem leiðir til farsældar. Bergið headspace er lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk og er veitt á forsendum ungs fólks. Þjónustan er gjaldfrjáls, það eru engir biðlistar og hvert og eitt ungmenni ræður sinni för í þjónustunni. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Ungmennin fá leiðbeiningar ef frekari þjónustu er þörf en 80% þeirra sem leita til Bergsins þurfa ekki á frekari þjónustu að halda. Hátt í þrjú þúsund ungmenni hafa leitað til Bergsins frá opnun þess og gæti starfsemin staðið undir mun umfangsmeira starfi ef nægt fjármagn væri tryggt til reksturs þess. Bergið headspace er í fjáröflunarátaki dagana 22. til 26. september. Átakinu lýkur með pompi og prakt með tónleikum í IÐNÓ þann 26. september og rennur allur ágóði til Bergsins headspace. Ég hvet foreldra og aðra sem tilheyra þorpi (ömmur, afar, stjúp- og skáforeldrar, nágrannar o.s.frv.) að bjóða ungmennum landsins á samverustund. Miðasala fer fram á tix.is. Einnig er hægt að styrkja Bergið með stökum fjárframlögum eða gerast Bergrisi með mánaðarlegum framlögum á heimasíðu samtakanna: https://www.bergid.is/donate Við erum öll að tala um þetta. Þetta skiptir okkur öll máli. Við getum öll lagt eitthvað til. Framtíðin er núna og okkur ber að bregðast við. Höfundur er varaformaður stjórnar Bergsins Headspace. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa alls kyns óhugnanlegar fréttir dunið á íslensku samfélagi. Við veltum eðlilega fyrir okkur hvað sé verið að gera til að sporna gegn þeirri óheillaþróun. Mörg velta einnig fyrir sér hvort við getum sjálf lagt eitthvað á vogarskálarnar og það getum við svo sannarlega gert. Meginstefið í samfélagsumræðunni er að við verðum að hlúa betur að unga fólkinu okkar. Við erum sammála um að fræðsla og forvarnir virki. Hið opinbera þarf að bjóða upp á aðgengilega þjónustu fyrir ungmenni og ábyrgð foreldra er mikil. Það er öllu takmörk sett en þegar vandi steðjar að er best að öll hreyfiöfl nýti krafta sína í sameiningu í átt að farsælum lausnum. Hvert í sínum styrkleikum. Þorpið þarf að taka höndum saman svo samfélagið geti breyst til batnaðar; hið opinbera, þriðji geirinn, heimilin og nærsamfélagið allt. Það er mikilvægt að huga að því hvernig við tölum við ungmenni. Ekki bara heima fyrir. Hvernig samtal á samfélagið við ungmenni? Ábyrgð fjölmiðla og áhrifavalda er mikil. Í fréttum hefur mikið verið fjallað um „vopnaburð ungmenna“. Ég hef frasann í gæsalöppum þar sem ég tel varhugavert að normalisera þessa nálgun á vandann sem blasir við. Hvert og eitt tilfelli er sérstakt og þarf að takast á við með einstaklingsbundinni nálgun. Það hvernig við sem samfélag tökum á og tölum um slík tilfelli skiptir máli. Þá er nauðsynlegt að ræða rót vandans sem blasir við en ekki hvernig einstaka tilfelli brýst út. Við verðum að vera tilbúin að uppræta rót vandans ef við viljum sjá einhvern árangur í vegferð samfélagsins að friðsamlegum samvistum. Ef börnin í aftursætinu heyra þennan frasa nógu oft, jafnvel án þess að skilja samhengið, þá síast inn hjá þeim að þetta sé eitthvað sem er hluti af samfélagsgerðinni. Þrátt fyrir að frasinn geti verið hentugur í fyrirsögn, samsett og lýsandi hugtök, er hann ekki vænlegur til árangurs í forvörnum eða sem viðbragð við vanlíðan ungmenna. Við erum öll sammála um að ofbeldi sé ekki í lagi. Unga fólkið okkar er að kljást við alls konar tilfinningar og leitar leiða til að vinna úr áföllum undanfarinna vikna. Ungmennin vilja taka þátt í forvarnarstarfi sem miðar að því að hörmungar endurtaki sig ekki. Þau grípa það sem áhrifavaldar segja og gera í þágu málstaðarins og meina vel. Þau nota þau verkfæri sem þeim eru gefin því þau vilja hafa áhrif á breytingu til batnaðar. En hvernig erum við sem samfélag að tjá okkur um andúð á ofbeldi og ætli þau sem eru í mestri hættu á að beita ofbeldi séu móttækileg fyrir skilaboðunum? Ef barn á leikskólaaldri meiðir annað barn, þykir það vænlegt til árangurs að kalla það aumingja? Nei. Af hverju ættu slík viðbrögð sem í eðli sínu eru neikvæð að hafa jákvæðar afleiðingar? Þau gera það ekki. Ekki á neinu aldursskeiði. Við þurfum að vera tilbúin að spegla reynsluheim ólíkra hópa og geta verið til staðar fyrir þá án þess að úthrópa fólk eða jaðarsetja það enn frekar. Þegar öll hoppa á vitlausan vagn sem verður of þungur til að snúa við, þá stefnum við öll í ranga átt Ef einstaklingur sem býr við ofbeldi hefur engan stað að leita á og engan til að tala við, er eðlilegt að hann leiti annarra verndandi leiða fyrir sjálfan sig í þeirri von um að koma í veg fyrir frekara ofbeldi (óháð því hvort svo verði raunin). Ef ungmenni vantar skjól og leiðbeiningar þá er ekki að furða að viðbrögð þeirra við mótlæti í lífinu séu á skjön við það sem við viljum meina að sé eðlilegt. Við, þorpið, getum beitt samveru og virkri hlustun í verkefninu sem framundan er við að bæta líðan unga fólksins í landinu. Við verðum að taka höndum saman og gefa okkur tíma til að hlusta og leggja okkar af mörkum. Það er það sem unga fólkið kallar eftir. Ég hef í gegnum tíðina kynnst fullt af frábæru fólki. Fólki sem er annt um samfélagið og samferðafólk sitt. Ég skora á ykkur að deila ykkar hugmyndum um hvernig best sé að byggja upp gott og heilbrigt samfélag. Við þurfum ekki að vera sammála um allt enda erum við enn sem samfélag að fikra okkur áfram í því sem við teljum að virki. Markmiðið hlýtur þó að vera það sama hjá okkur öllum. Við viljum búa í heilbrigðu og friðsamlegu samfélagi sem er þroskavænlegt fyrir okkur öll, fullorðin og börn. Snemmtæk íhlutun er lykillinn að því að koma í veg fyrir það sem annars yrði að vanda. Lágþröskuldaþjónusta er því gríðarlega mikilvægur hlekkur í keðjunni sem leiðir til farsældar. Bergið headspace er lágþröskuldaþjónusta fyrir ungt fólk og er veitt á forsendum ungs fólks. Þjónustan er gjaldfrjáls, það eru engir biðlistar og hvert og eitt ungmenni ræður sinni för í þjónustunni. Ekkert vandamál er of lítið eða of stórt. Ungmennin fá leiðbeiningar ef frekari þjónustu er þörf en 80% þeirra sem leita til Bergsins þurfa ekki á frekari þjónustu að halda. Hátt í þrjú þúsund ungmenni hafa leitað til Bergsins frá opnun þess og gæti starfsemin staðið undir mun umfangsmeira starfi ef nægt fjármagn væri tryggt til reksturs þess. Bergið headspace er í fjáröflunarátaki dagana 22. til 26. september. Átakinu lýkur með pompi og prakt með tónleikum í IÐNÓ þann 26. september og rennur allur ágóði til Bergsins headspace. Ég hvet foreldra og aðra sem tilheyra þorpi (ömmur, afar, stjúp- og skáforeldrar, nágrannar o.s.frv.) að bjóða ungmennum landsins á samverustund. Miðasala fer fram á tix.is. Einnig er hægt að styrkja Bergið með stökum fjárframlögum eða gerast Bergrisi með mánaðarlegum framlögum á heimasíðu samtakanna: https://www.bergid.is/donate Við erum öll að tala um þetta. Þetta skiptir okkur öll máli. Við getum öll lagt eitthvað til. Framtíðin er núna og okkur ber að bregðast við. Höfundur er varaformaður stjórnar Bergsins Headspace.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar