Fótbolti

Júlíus lagði upp og Fredrikstad nálgast Evrópu­sæti

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Júlíus Magnússon og félagar nálgast Evrópusæti.
Júlíus Magnússon og félagar nálgast Evrópusæti. @fredrikstadfk

Júlíus Magnússon lagði upp annað mark Fredrikstad er liðið vann mikilvægan 3-2 sigur gegn Viking í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.

Júlíus var á sínum stað í byrjunarliði Fredrikstad og bar fyrirliðabandið er liðið tók á móti Viking í kvöld. Fallou Fall kom heimamönnum í Fredrikstad í forystu á 14. mínútu áður en Stian Molde tvöfaldaði forystu liðsins stuttu fyrir hálfleikshlé eftir stoðsendingu frá Júlíusi.

Sondre Sorlokk bætti svo þriðja marki liðsins við á 55. mínútu og leit út fyrir að heimamenn væru að fara að sigla heim öruggum sigri.

Simen Kvia-Egeskog og Lars-Jorgen Salvesen skoruðu hins vegar sitt markið hvor fyrir gestina með stuttu millibili á lokamínútum leiksins og hleyptu spennu í leikinn. Nær komust þeir þó ekki og niðurstaðan varð 3-2 sigur Fredrikstad.

Sigurinn þýðir að Fredrikstad er nú með 37 stig í sjötta sæti deildarinnar eftir 23 leiki, þremur stigum á eftir Viking sem situr í fjórða og síðasta Evrópusætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×