Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. september 2024 12:06 Goddur segir nýja merkið mjög vel heppnað. vísir/bjarni Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. „Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“ Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
„Hryðjuverk“ segir einn á samfélagsmiðlinum X um nýtt merki Alþingis sem leit dagsins ljós í vikunni. Merkið var einnig til umræðu í þessum pólitíska hópi á Facebook þar sem einn segir óþolandi stíl að fletja út öll einkenni og annar hótar að mótmæla breytingunni á Austurvelli. Merkið sem hannað er af Strik studio leysir af hólmi merki sem Þröstur Magnússon hannaði sumarið 1994. „Þetta er í mínum huga mjög vel heppnað,“ segir Guðmundur Oddur Magnússon, betur þekktur sem Goddur, prófessor í grafískri hönnun. Sérstaklega vegna þess að hann telur nýja merkið meira auðkennismerki en það gamla. „Það er einfaldara, grafískara og sést miklu betur úr fjarlægð og hægt að nota það miklu smærra en hitt. Og svo er þetta mjög vel gert. Þegar maður ber merkin saman þá hefur þakið verið allt of stórt á gamla, það er lækkað þarna. Það eru fullt af smáatriðum sem voru algjör óþarfi sem er búið að hreinsa út. Öll smáatriðin í glugganum og svona.“ Lagt var upp með að merkið henti betur fjölbreyttri notkun samtímans, eins og það er orðað á vef Alþingis. Goddur segir eðlilegt að merki taki breytingum í takt við tíðaranda, ef það eigi við. „Sum lógó eru alveg heilög. Þú breytir þeim ekki, þú getur endurteiknað þau upp. Eins og til dæmis skjaldarmerkið og svona en ég hef aldrei séð litið á það að Alþingismerkið hafi verið eitthvað heilagt merki, það er langt langt því frá.“
Alþingi Tíska og hönnun Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24 Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Fleiri fréttir Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Sjá meira
Almenn ánægja með nýtt útlit Alþingis Viktor Weisshappel hjá hönnunarstofunni Strik Studio segir það draumaverkefni að fá að hanna einkenni Alþingis en Strik hreppti hnossið í lokuðu útboði sem fór fram í gegnum Miðstöð hönnunar og arkítektúrs. 19. september 2024 11:24