Útilokar ekki að snúa sér að öðrum verkefnum Jón Þór Stefánsson skrifar 19. september 2024 15:51 Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu. Vísir/Vilhelm Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins segist vera velta eigin framtíð í stjórnmálum fyrir sér. Hann segist ekki vera búinn að ákveða hvað hann ætli að gera á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fer fram í vor. „Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Það er bara eitthvað sem er að bærast innra með mér, hvað ég eigi nákvæmlega að gera. Auðvitað horfi ég á flokkinn minn og spyr mig hvað hentar flokknum best við þessar aðstæður. Er rétt að gera breytingu og hleypa nýju blóði inn í forystuna og fá góða viðspyrnu?” sagði Bjarni í fyrsta þætti af Samtalinu með Heimi Má Péturssyni. Bjarni segist vera fullur af orku, en ákvörðun um hvort að hann haldi áfram sé líka persónuleg. „Ég get sagt fyrir sjálfan mig að ég er með fulla starfsorku. Ég finn engan mun á mér í dag borið saman við fyrir fimm eða tíu árum síðan. Ég er bara á fullu í mínum verkefnum og það hefur hug minn allan. Þetta er auðvitað persónuleg ákvörðun eins og allir hljóta að skilja. Ég hef verið [formaður] lengi, en ég útiloka það ekki að halda áfram.“ Hann segist fyrst og fremst fara út í daginn sem forsætisráðherra í ríkisstjórn sem hafi stór verkefni í fanginu. „Ég veit að þessi dagsetning mun koma og ég mun þurfa að gefa það upp áður en að henni kemur hvað ég ætla að gera. Ef ég finn þörfina til að halda áfram að berjast fyrir okkar stefnumálum og ef ég finn stuðninginn frá mínu fólki, þá getur bara vel verið að ég haldi áfram,“ segir Bjarni. „En það er ekki útilokað að ég telji að það sé komið að því að aðrir taki við og að ég snúi mér að einhverju öðru. Og mér finnst það bara engin katastrfófa“ Að sögn Bjarna er maður aldrei búinn að áorka öllu sem maður ætlaði sér. „Maður kemur heim á hverjum einasta degi og spyr sig af hverju er maður ekki búinn að koma meiru í verk. Því verkefnin þau fæðast á hverjum degi. Þau koma upp alltaf stanslaust.“ Bjarni Benediktsson var gestur Heimis Más í samtalinu.Vísir/Vilhelm Mismunandi eftir aðstæðum hvað skipti mestu máli Talsmenn stjórnarflokkunum, Sjálfstæðisflokknum, Vinstri grænum og Framsókn, hafa einhverjir talað um að það sé ólíklegt að flokkarnir þrír starfi áfram saman eftir næstu kosningarnar. Með hverjum myndir þú vilja starfa eftir næstu kosningar ef ekki þessum tveimur sem þú starfar með núna? „Flokkum sem geta fundið samhljóm með okkur um helstu stefnumálin. Það getur verið mismunandi eftir aðstæðum hvað skiptir mestu máli, í hvað maður á að setja krafta sína. Ég sagði í vor að efnahagsmál og vextir, verðbólga, orka og hælisleitendamálin verði í forgrunni eftir að ég kem inn sem forsætisráðherra,“ sagði Bjarni. „Í mínum huga snýst þetta um: Gerðu það vel sem þú rekur undir merkjum ríkissins, gerðu það með hagkvæmum og skilvirkum hætti þannig að þú farir vel með skattfé borgaranna.“ Samtalið með Heimi Má má sjá hér fyrir neðan.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Samtalið Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira