„Engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd“ Jón Þór Stefánsson skrifar 18. september 2024 19:32 Yazan ásamt móður sinni, Feryal Aburajab Tamimi. Vísir/Arnar Jón Sigurðsson, lögmaður og formaður félags talsmanna umsækjenda um alþjóðlega vernd, telur allar líkur á því að Yazan Tamimi og fjölskylda hans fái að vera áfram hér á landi. „Það eru raunverulega engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd eins og næstum því allir sem koma frá Palestínu. Ástandið þar í landi er náttúrulega bara eins og allir vita,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að Yazan og fjölskylda yrðu ekki flutt úr landi fyrir laugardag, og því muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. „Nú verður mál þeirra tekið til skoðunar út frá aðstæðum þeirra í Palestínu,“ útskýrði Jón. Hann heldur að fólk megi fara varlega í fullyrðingar um að ekki hafi verið farið að lögum í máli Yazans. „Auðvitað er bara umdeilandlegt hvort að farið hafi verið eftir lagabókstafnum í þessu tilfelli. Margir vilja meina að drengurinn hefði alltaf átt að fá efnismeðferð, og þá miklu fyrr. Því er kannski óheppilegt að láta hann bíða svo mánuðum skipti,“ segir Jón sem tekur þó fram að málið sé nú komið í góðan farveg. Jón segist ekki þekkja til tilfella þar sem ráðherrar hluti til í einstaka málum líkt og gert hefur verið í þessu tilfelli. „Það er kannski óvenjulegt að þessu leyti. En þetta mál er líka óvenjulegt. Það eru að mínu viti engin önnur dæmi um það að barn í þessari stöðu hafi sætt slíkri meðferð. Það er að segja barn sem er svona veikt. Það er mjög óvenjulegt að málið hafi verið látið teygja sig svona á langinn og að hann hafi ekki bara fengið það sem sumir myndu kalla eðlilega meðferð fyrr,“ Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Það eru raunverulega engar líkur á öðru en að þau endi á að fá alþjóðlega vernd eins og næstum því allir sem koma frá Palestínu. Ástandið þar í landi er náttúrulega bara eins og allir vita,“ sagði Jón í kvöldfréttum Stöðvar 2. Greint var frá því í dag að Yazan og fjölskylda yrðu ekki flutt úr landi fyrir laugardag, og því muni þau öðlast rétt til efnislegrar meðferðar á umsókn þeirra um alþjóðlega vernd hér á landi. „Nú verður mál þeirra tekið til skoðunar út frá aðstæðum þeirra í Palestínu,“ útskýrði Jón. Hann heldur að fólk megi fara varlega í fullyrðingar um að ekki hafi verið farið að lögum í máli Yazans. „Auðvitað er bara umdeilandlegt hvort að farið hafi verið eftir lagabókstafnum í þessu tilfelli. Margir vilja meina að drengurinn hefði alltaf átt að fá efnismeðferð, og þá miklu fyrr. Því er kannski óheppilegt að láta hann bíða svo mánuðum skipti,“ segir Jón sem tekur þó fram að málið sé nú komið í góðan farveg. Jón segist ekki þekkja til tilfella þar sem ráðherrar hluti til í einstaka málum líkt og gert hefur verið í þessu tilfelli. „Það er kannski óvenjulegt að þessu leyti. En þetta mál er líka óvenjulegt. Það eru að mínu viti engin önnur dæmi um það að barn í þessari stöðu hafi sætt slíkri meðferð. Það er að segja barn sem er svona veikt. Það er mjög óvenjulegt að málið hafi verið látið teygja sig svona á langinn og að hann hafi ekki bara fengið það sem sumir myndu kalla eðlilega meðferð fyrr,“
Mál Yazans Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira