Man City saknaði ekki þeirrar markahæstu og Arsenal tapaði í Svíþjóð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. september 2024 19:16 Vivianne Miedema er komin á blað hjá Man City. Franco Arland/Getty Images Manchester City er komið með annan fótinn í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu kvenna í fótbolti á meðan Arsenal er í vandræðum eftir tap í Svíþjóð. Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Man City sótti París FC heim og var án Khadiju Shaw, markahæsta leikmann liðsins á síðustu leiktíð, þar sem það gleymdist að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann öfluga. Það kom ekki að sök þar sem Man City vann ótrúlegan 5-0 útisigur og heimaleikurinn svo gott sem formsatriði nú. Hollenska markadrottningin Vivianne Miedema kom frá Arsenal í sumar og opnaði markareikninginn sinn með fyrsta marki leiksins á 36. mínútu. Jessica Park tvöfaldaði forystuna fyrir lok fyrri hálfleiks. A debut goal for Miedema 🩵#UWCL || @ManCityWomen pic.twitter.com/8F3K2caCF9— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Í þeim síðari skoraði Mary Fowler þriðja markið áður en Park skoraði annað mark sitt og fjórða mark gestanna. Chloe Kelly fullkomnaði svo magnaðan sigur Man City. Í Svíþjóð gerði Häcken sér lítið fyrir og vann 1-0 sigur á Arsenal. Tabby Tindell með eina mark leiksins á 77. mínútu og ljóst að Skytturnar þurfa að spila talsvert betur í heimaleiknum ætli þær sér að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í ár. Will Arsenal find an equaliser in the final moments at Gothenburg? 🤔#UWCL pic.twitter.com/JQ4hzVOh6n— UEFA Women’s Champions League (@UWCL) September 18, 2024 Önnur úrslit Roma 3-1 Servette Osijek 1-4 Twente Hammarby 1-2 Benfica Juventus 3-1 París Saint-Germain
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Tengdar fréttir Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31 Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22 Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Jón Dagur gulltryggði sigurinn með sínu fyrsta marki Leikið á Þróttaravelli á miðvikudag Vinícius Júnior íhugar að yfirgefa Real Madríd Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Sjá meira
Sú markahæsta ekki með vegna klaufalegra mistaka Khadija Shaw, markahæsti leikmaður Ofurdeildar kvenna á Englandi á síðustu leiktíð, verður ekki með Manchester City þegar liðið sækir París FC heim í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Ástæðan er sú að félagið gleymdi að sækja um vegabréfsáritun fyrir framherjann. 18. september 2024 17:31
Amanda skoraði og er skrefi nær riðlakeppninni Landsliðskonan Amanda Andradóttir var á skotskónum þegar lið hennar Twente frá Hollandi vann 4-1 sigur á króatíska liðinu Osijek. Allar líkur eru á því að Twente fari í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. 18. september 2024 14:22