Hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim Árni Sæberg skrifar 17. september 2024 16:59 Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði. Vísir/Sigurjón Uppgjafaprófessor í íslenskri málfræði furðar sig á nýju nafni deildar Ríkislögreglustjóra sem framfylgir brottvísunum hælisleitenda, sem ekki fá hæli hér á landi. Deildin hét áður stoðdeild en heitir nú heimferða- og fylgdadeild. Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“ Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Heimferða- og fylgdadeildin hefur talsvert verið í fréttum síðustu tvo daga vegna máls Yazans Tamimi og fjölskyldu hans. Deildin hafði flutt fjölskylduna með valdi á Keflavíkurflugvöll, þaðan sem fljúga átti henni til Spánar, þegar boð bárust frá dómsmálaráðherra að fresta ætti flutningnum. Fann tvö eldri dæmi Umfjöllun um heimferða- og fylgdadeild kom Eiríki Rögnvaldssyni, uppgjafaprófessors í íslenskri málfræði, spánskt fyrir sjónir, ef marka má aðsenda grein hans hér á Vísi. Hann segist aldrei hafa heyrt af deildinni áður og við leit á netinu hafi hann aðeins fundið tvö dæmi, í frétt síðan í júlí og annarri í ágúst. Nafninu breytt í óðagoti Eiríkur segir að fyrra heiti deildarinnar, stoðdeild, hafi ekki sagt mikið um hlutverk hennar. Frá stofnun árið 2016 hafi hún þó verið orðin vel þekkt og flestum væri væntanlega kunnugt um hlutverk hennar. „Það virðist því vera eitthvað annað en ógagnsæi orðsins stoðdeild sem hefur rekið Ríkislögreglustjóra til að breyta heiti deildarinnar sem hefur greinilega verið gert nýlega í allnokkrum flýti – eða kannski væri nær að segja óðagoti. Hvergi kemur fram hver ástæðan hafi verið fyrir nafnbreytingunni – vitanlega má segja að Heimferða- og fylgdadeild sé mjög gagnsætt heiti á yfirborðinu, en gagnsætt heiti er því aðeins gagnlegt að það gefi ekki rangar eða villandi hugmyndir um merkinguna, eins og það gerir í þessu tilviki.“ Fólk upplifi ekki að það sé að fara heim Hanns segir að í mörgum tilvikum sé hvorki verið að fylgja fólki né fara með það heim til sín. Orðið fylgd sé í Íslenskri orðabók skýrt ʻþað að fylgja, leiðsögn, samfylgdʼ en í tilviki deildarinnar sé oftast fremur um að ræða þvingaðan flutning undir eftirliti – nauðungarflutning – en vinsamlega samfylgd. Þar að auki sé oftast ekki verið að senda fólk heim til sín enda eigi það yfirleitt ekkert heimili utan Íslands, heldur iðulega til lands þar sem það hefur af einhverjum ástæðum fengið tímabundið dvalarleyfi en á engar rætur eða tengsl, eins og í máli Yazans. Jafnvel þótt fólk sé sent til upprunalands síns sé það einmitt landið sem það flúði frá og líti ekki á sem heimaland sitt lengur og telji sig iðulega vera í hættu komi það þangað aftur. Ekki í þágu gagnsæis Þannig sé breyting á nafni deildarinnar því ekki í þágu gagnsæis heldur þvert á móti. Hins vegar leiki varla nokkur vafi á því að henni hafi verið ætlað að skapa jákvæðari ímynd af deildinni og verkefnum hennar í huga almennings. Bæði fylgd og heimferð séu orð sem hafa á sér jákvæðan og notalegan blæ. „Heimferða- og fylgdadeild bætist því í hóp veigrunarorða eða skrauthvarfa eins og rafvarnarvopn, afbrotavarnir, lokað búsetuúrræði og fleiri sem stungið hafa upp kollinum á undanförnum misserum og eru notuð í sama tilgangi. Óháð því hvaða skoðun fólk hefur á umsækjendum um alþjóðlega vernd og brottvísunum þeirra er hagræðing dómsmálayfirvalda á tungumálinu til að hafa áhrif á almenningsálitið stóralvarlegt mál og mikið áhyggjuefni.“
Mál Yazans Lögreglan Íslensk tunga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda